Svívirðilega góður beikonbrauðréttur

Uppskriftir | 20. mars 2021

Svívirðilega góður beikonbrauðréttur

Brauðréttabakstur er keppnisíþrótt hér á landi enda fátt sem getur eyðilagt góða veislu hraðar en glataður brauðréttur.

Svívirðilega góður beikonbrauðréttur

Uppskriftir | 20. mars 2021

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Brauðréttabakstur er keppnisíþrótt hér á landi enda fátt sem getur eyðilagt góða veislu hraðar en glataður brauðréttur.

Brauðréttabakstur er keppnisíþrótt hér á landi enda fátt sem getur eyðilagt góða veislu hraðar en glataður brauðréttur.

Hér er það meistari Berglind Hreiðarsdóttir sem býður upp á brauðrétt sem getur ekki klikkað.

Beikonbrauðréttur
  • 200 g beikonkurl
  • 200 g sveppir
  • 1 stk. blaðlaukur
  • 1 x smurostur með beikoni frá MS
  • 500 ml rjómi
  • 150 g skinka
  • 9 franskbrauðssneiðar
  • rifinn ostur
  • salt og pipar eftir smekk
  • smjör til steikingar

Aðferð:

  1. Steikið beikonkurlið í ofni/á pönnu þar til það er stökkt, leggið á pappír og geymið.
  2. Skerið niður sveppi og blaðlauk, steikið upp úr smjöri og kryddið til með salti og pipar.
  3. Hellið rjóma og beikonosti saman við og hrærið þar til osturinn er uppleystur, skerið niður skinkuna og bætið henni út í.
  4. Skerið skorpuna af franskbrauðssneiðunum, smyrjið eldfast mót vel að innan og raðið réttinum saman.
  5. Setjið 3 x franskbrauðssneiðar í botninn og um 1/3 af ostablöndunni yfir og endurtakið tvisvar sinnum í viðbót. Efst má síðan strá beikonkurlinu og rífa vel af osti yfir allt saman.
  6. Hitið í 180°C heitum ofni í um 25 mínútur eða þar til osturinn fer að gyllast.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is