Mótmælendurnir í Mjanmar héldu harðri andstöðu sinni við herforingjastjórnina í dag þrátt fyrir aukinn fjölda látinna. Tveir létu lífið og stjórnin virðist ákveðin í að standast vaxandi þrýsting mótmælenda.
Mótmælendurnir í Mjanmar héldu harðri andstöðu sinni við herforingjastjórnina í dag þrátt fyrir aukinn fjölda látinna. Tveir létu lífið og stjórnin virðist ákveðin í að standast vaxandi þrýsting mótmælenda.
Mótmælendurnir í Mjanmar héldu harðri andstöðu sinni við herforingjastjórnina í dag þrátt fyrir aukinn fjölda látinna. Tveir létu lífið og stjórnin virðist ákveðin í að standast vaxandi þrýsting mótmælenda.
Landið hefur verið í uppnámi síðan herinn steypti af stóli kjörinni stjórn undir forystu Aung San Suu Kyi hinn 1. febrúar og lauk þar með tíu ára tímabili lýðræðisumbóta.
Einn var skotinn til bana og nokkrir særðust þegar lögregla hóf skothríð á hóp sem setti upp götuvígi í miðbænum Monywa, að sögn læknis á svæðinu. Síðar var annar maður drepinn og nokkrir særðir þegar öryggissveitir skutu á mannfjölda í borginni Mandalay, að því er segir á vef Myanmar Now.
Að minnsta kosti 249 hafa nú verið drepnir frá því að valdaránið átti sér stað, samkvæmt tölum frá aðgerðasamtökum Assistance Association for Political Prisoners.
Mótmælendur á um 20 stöðum um allt Mjanmar stóðu fyrir næturmótmælum með kertaljósum um helgina, allt frá stórborginni Yangon til lítilla samfélaga í Kachin-fylki í norðri, Hakha-bæ í vestri og til syðsta bæjarins Kawthaung.
Frétt af vef Reuters.