Elínrós Líndal ráðgjafi svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún suprningu frá konu sem hefur sett heilbrigð mörk í samband sem hún á við giftan mann.
Elínrós Líndal ráðgjafi svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún suprningu frá konu sem hefur sett heilbrigð mörk í samband sem hún á við giftan mann.
Elínrós Líndal ráðgjafi svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún suprningu frá konu sem hefur sett heilbrigð mörk í samband sem hún á við giftan mann.
Sæl
Ég hef verið viðhald í rúm 10 ár og höfum við svona að meðaltali hist 1x í viku. Hann hefur bara komið og farið og síðan ekkert meir. Hann er búinn að vera að tala um að hittast oftar, en af því hefur ekki orðið. Nú setti ég fótinn niður því ég vil samband sem byggir á fleiru en kynlífi. Hann hefur grínast með að þetta sé aukavinnan mín. Get ég þá á móti farið fram á starslokasamning eða eitthvað svipað eins og þegar fólk skilur..
Kveðja, X
Sæl X og takk fyrir bréfið.
Til hamingju með að vera búin að setja fótinn niður og að setja heilbrigð mörk inn í þær meiðandi aðstæður sem þú hefur verið í á undanförnum árum. Það finnst mér ákaflega vel gert hjá þér og mikilvægt að gera í svona stöðu.
Þú getur aldrei borið ábyrgð á því hvernig annað fólk talar við þig og þarft alls ekki að svara í sömu mynt.
Mín reynsla af stöðunni sem þú ert í er sú að ef konur hafa verið viðhöld í tíu ár þá þurfa þær að gera ráð fyrir sirka tíu árum til að byggja sig upp aftur og verða heilar andlega að nýju.
Ástæðan fyrir því er sú að þessar aðstæður eru andstæðan við ást og rétt eins og það að halda framhjá er andstæðan við ást.
Af þeim sökum þá langar mig að hvetja þig að halda áfram að setja heilbrigð mörk, leita þér aðstoðar og vinna vel í sjálfri þér. Af hverju ekki bara að fela viðkomandi af samfélagsmiðlum, hætta að svara símanum þegar hann hringir og sjá hvert það leiðir þig?
Það er dásamleg síða á Facebook sem mig langar til að benda þér á þar sem talað er um Karlmennskuna. Þar eru jákvæðar staðhæfingar um karla og hlutverk þeirra í lífinu.
Eitruð karlmennska er það þegar karlar líta á konur sem hluti sem hægt er að nota. Eitruð karlmennska er það þegar viðkomandi má taka en þarf ekki að gefa á móti. Eitruð karlmennska er það þegar karlar líta svo á að það sé í lagi að nota líkama kvenna líkt og söluvöru og þegar þær reyna að setja mörk, þá setja þeir þær undir sig og ofbelda.
Þú getur átt gott líf, eignast eiginmann, börn og allt sem þig dreymir um; svo framarlega sem þú finnur þitt eigið virði og þorir að biðja um það. Flestar konur sem ég hitti í þinni stöðu áttu fjarlægja feður sem sinntu þeim ekki. Í raun hef ég aldrei hitt konu sem er með góð geðtengsl sem hefur sætt sig við eitthvað í líkingu við það sem þú lýsir. Ég hef hins vegar hitt fullt af konum sem segja mér að þær hafi sofið of fljótt hjá og verið að vonast með tímanum að ef þær eru aðeins blíðari, eilítið undirgefnari og fleira í þá veru þá myndi karlmaðurinn koma og skuldbindast þeim.
Sannleikurinn er andstæðan við þetta sem ég nefni að ofan. Það liggur ekkert á þegar kemur að kynlífi og oft gott að ræða sambandið áður en fólk upplifir meiri nánd. Sér í lagi til að tryggja það að báðir aðilar séu heilbrigðir, tilbúnir í það sama og í raun með svipuð gildi.
Um leið og þú skoðar fjölskyldusöguna þína þá muntu finna ástæðuna fyrir því að þér fannst þetta góð hugmynd í byrjun. Ég er ekki að taka af þér ábyrgðina við að taka þátt í óheiðarleika á þennan hátt, heldur meira að hjálpa þér að skilja hvað býr að baki.
Það tekur tvær til þrjár vikur að fara í gegnum fráhvörf þegar viðkomandi slítur eitruðu sambandi og allt að tvö ár að syrgja það sem ekki varð. Gott er að njóta stuðnings frá sérfræðingum á þessu sviði og svo mæli ég með 12 spora samtökum um ástarmál líka.
Þeir sem leita í áfengi eða annað fólk til að liða betur í stöðunni sem þú ert í þeir seinka sorgarferlinu og enda vanalega ekki á góðum stað. Svona mynstrur verður bara verra með árunum ef ekki er gert neitt í því.
Það eru engar vondar tilfinningar til. Bara allskonar tilfinningar sem eðlilegt er að komi upp og þykir mér bara mjög fullorðinslegt að sitja með þeim og skoða hvaðan þær eru að koma.
Ef þig langar að skilja allar hliðar málsins, þá mæli ég með að þú lesir þessa grein líka. Eins er áhugavert fyrir þig að lesa um ástaranorexíu en það er ástand sem myndast hjá einstaklingi þegar hann setur athyglina á fólk sem ekki er til staðar. Ástarmegrun er líkt og matarmegrun, það heldur enginn slíkt út í lengri tíma.
Þú átt allt það besta skilið og meira en það. Svo er alltaf gott að muna að ástin býr inn í þér en ekki í öðru fólki. Ekki nota karla lengur til að meiða þig með.
Áfram þú!
Kær kveðja, Elínrós Líndal.
Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Elínrós spurningu HÉR.