Yfirmenn hermála í 12 löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, Bretlandi, Japan og Ástralíu, hafa fordæmt herforingjastjórnina í Mjanmar vegna ástandsins í landinu.
Yfirmenn hermála í 12 löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, Bretlandi, Japan og Ástralíu, hafa fordæmt herforingjastjórnina í Mjanmar vegna ástandsins í landinu.
Yfirmenn hermála í 12 löndum, þar á meðal Bandaríkjunum, Bretlandi, Japan og Ástralíu, hafa fordæmt herforingjastjórnina í Mjanmar vegna ástandsins í landinu.
Að minnsta kosti 107 voru drepnir í landinu í gær, þar á meðal sjö börn, eftir að öryggissveitir hófu skothríð á mótmælendur.
„Við hvetjum herforingjastjórnina í Mjanmar til að hætta að beita ofbeldi og reyna frekar að koma aftur á þeirri virðingu og þeim trúverðugleika sem hún hefur misst með aðgerðum sínum,“ sagði í sameiginlegri yfirlýsingu.
Einhverjir þeirra sem voru drepnir í gær voru jarðaðir í morgun en gærdagurinn var sá blóðugasti síðan mótmælin hófust.
Að minnsta kosti 423 hafa verið drepnir síðan mótmælin hófust.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra gagnrýndi herforingjastjórnina jafnframt á twittersíðu sinni: