Tökin hert á héraðsþingi Hong Kong

Mótmælt í Hong Kong | 30. mars 2021

Tökin hert á héraðsþingi Hong Kong

Kínverska þingið samþykkti í morgun breytingar á þingi Hong Kong, sem meðal annars kveða á um að stærstur hluti þingmanna verði valinn eftir gaumgæfilega athugun öryggisnefndar á vegum kínverskra stjórnvalda.

Tökin hert á héraðsþingi Hong Kong

Mótmælt í Hong Kong | 30. mars 2021

Með breytingunum er þingmönnum héraðsþingsins fjölgað úr 70 í 90, …
Með breytingunum er þingmönnum héraðsþingsins fjölgað úr 70 í 90, en jafnframt er fulltrúum sem kjörnir eru af íbúum Hong Kong fækkað úr 35 í 20. AFP

Kínverska þingið samþykkti í morgun breytingar á þingi Hong Kong, sem meðal annars kveða á um að stærstur hluti þingmanna verði valinn eftir gaumgæfilega athugun öryggisnefndar á vegum kínverskra stjórnvalda.

Kínverska þingið samþykkti í morgun breytingar á þingi Hong Kong, sem meðal annars kveða á um að stærstur hluti þingmanna verði valinn eftir gaumgæfilega athugun öryggisnefndar á vegum kínverskra stjórnvalda.

Með breytingunum er þingmönnum héraðsþingsins fjölgað úr 70 í 90, en jafnframt er fulltrúum sem kjörnir eru af íbúum Hong Kong fækkað úr 35 í 20, og þurfa frambjóðendur að sæta mati nefndar kínverska kommúnistaflokksins. 40 þingsæti verða valin af sérstakri nefnd kínverskra stjórnvalda, og 30 af sérhagsmunahópum úr viðskiptalífi Hong Kong, sem gjarnan eru hallir undir stjónvöld Kína. 

Lögin voru einróma samþykkt á kínverska þinginu, en héraðsþing Hong …
Lögin voru einróma samþykkt á kínverska þinginu, en héraðsþing Hong Kong hafði enga aðkomu að málinu. AFP

Lögin voru einróma samþykkt á kínverska þinginu, en héraðsþing Hong Kong hafði enga aðkomu að málinu. Xi Jinping forseti hefur undirritað forsetaskipun þar sem viðaukarnir eru staðfestir.

Kínversk stjórnvöld hafa hert tökin á sjálfsstjórnarborginni verulega undanfarin misseri, til að mynda með öryggislöggjöf sem gefur kín­versku stjórn­inni víðtæk­a heim­ild til þess að bæla niður svokallaðan upp­reisn­ar­áróður og sjálf­stæðistil­hneig­ing­ar Hong Kong.

mbl.is