Tveir lögreglumenn sem starfa í bandaríska þinghúsinu og særðust þegar stuðningsmenn Donalds Trump réðust inn í þinghúsið 6. janúar hafa kært forsetann fyrrverandi fyrir að hafa kynt undir mótmælendum sem síðar gerðu árás á þinghúsið og særðu minnst 100 lögregluþjóna sem þar voru við störf sín.
Tveir lögreglumenn sem starfa í bandaríska þinghúsinu og særðust þegar stuðningsmenn Donalds Trump réðust inn í þinghúsið 6. janúar hafa kært forsetann fyrrverandi fyrir að hafa kynt undir mótmælendum sem síðar gerðu árás á þinghúsið og særðu minnst 100 lögregluþjóna sem þar voru við störf sín.
Tveir lögreglumenn sem starfa í bandaríska þinghúsinu og særðust þegar stuðningsmenn Donalds Trump réðust inn í þinghúsið 6. janúar hafa kært forsetann fyrrverandi fyrir að hafa kynt undir mótmælendum sem síðar gerðu árás á þinghúsið og særðu minnst 100 lögregluþjóna sem þar voru við störf sín.
Fjallað er um málið á vef Politico, en þar segir að lögregluþjónarnir James Blassingame og Sidney Hemby lýsi miklu sálrænu og líkamlegu tjóni í kjölfar árásarinnar, sem þeir finni fyrir enn í dag og að í 40 blaðsíðna kæru þeirra sé Trump sakaður um að hafa beinlínis verið valdur að árásinni.
Fara lögregluþjónarnir fram á 75 þúsund bandaríkjadala skaðabætur hvor.
Kæran byggir aðallega á orðum Trump í ræðu sem hann hélt áður en stuðningsmenn hans gerðu árás á þinghúsið, en sama ræða var einmitt undirstaða ákæru fulltrúaþingsins á hendur honum til embættismissis.
Það eru hins vegar lýsingar á persónulegri upplifun lögregluþjónanna af innrásinni sem varpa enn frekara ljósi á þann hrylling sem orð forsetans þáverandi eru sögð hafa valdið. Vitnisburðir lögregluþjónanna sýna auk þess hve skakka mynd Trump hefur af atburðunum, sem hann lýsti í þessari viku sem friðsælum og að stuðningsmenn hans hafi „kysst lögregluþjóna“.
Blassingame lýsir því hvernig honum var skellt utan í veggsúlu og árásarmenn hafi látið fúkyrðum rigna yfir hann, og Hemby hlaut áverka á höndum og fótum sem hann þarf að láta sinna enn þann dag í dag.
Þá lést einn lögreglumaður í mótmælunum, auk þess sem tveir lögreglumenn til viðbótar frömdu sjálfsvíg í kjölfar árásarinnar, sem fjölskyldur þeirra segja mega rekja til þess mikla sálræna áfalls sem þeir urðu fyrir þennan dag.