Erum við fórnarlömb óttans?

Linda og lífsbrotin | 1. apríl 2021

Erum við fórnarlömb óttans?

„Ég sá svo frábæra textamynd á netinu um daginn þar sem segir, ef ég snara því yfir á okkar einstaka tungumál íslenskuna, „það, sem þú breytir ekki, ertu að veljalestu þetta aftur“ og ég las þetta aftur og aftur og varð hugsi,“ segir Linda Baldvinsdóttir markþjálfi í sínum nýjasta pistli:

Erum við fórnarlömb óttans?

Linda og lífsbrotin | 1. apríl 2021

Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi.
Linda Baldvinsdóttir markþjálfi hjá Manngildi. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég sá svo frábæra textamynd á netinu um daginn þar sem segir, ef ég snara því yfir á okkar einstaka tungumál íslenskuna, „það, sem þú breytir ekki, ertu að veljalestu þetta aftur“ og ég las þetta aftur og aftur og varð hugsi,“ segir Linda Baldvinsdóttir markþjálfi í sínum nýjasta pistli:

„Ég sá svo frábæra textamynd á netinu um daginn þar sem segir, ef ég snara því yfir á okkar einstaka tungumál íslenskuna, „það, sem þú breytir ekki, ertu að veljalestu þetta aftur“ og ég las þetta aftur og aftur og varð hugsi,“ segir Linda Baldvinsdóttir markþjálfi í sínum nýjasta pistli:

Því með því að breyta ekki aðstöðu okkar eða lífi með einhverjum hætti erum við í raun að velja að hafa ástandið óbreytt ekki satt? Og hvað verður þá um fórnarlambshlutverkið sem við svo gjarnan setjum okkur í?

Neyðumst við þá ekki til þess að láta af því hlutverki þegar við vitum að með því að velja ekki hið nýja og höldum áfram að kvarta og kveina erum við að afsala okkur valfrelsi því sem Guð gaf okkur í vöggugjöf, vegna þess að hugur okkar býr til hindranir og við dveljum í ómöguleikavíddum hans?

Þegar við kvörtum yfir vinnunni, makanum, vinunum eða öðrum aðstæðum lífsins án þess að breyta lífinu með einhverjum hætti þá erum við í raun að velja að vera innan um óbreytt ástand eða fólk og veljum að vera óvalfær eins og Guðni Gunnarsson gæti vel orðað það. 

Því það er mikil ábyrgð fólgin í því að velja og við forðumst það val eins og heitan eldinn því að það gæti kostað okkur að við gætum þurft að fara út úr þægindaramma okkar og gera eitthvað í málunum. 

Hvers vegna veljum við það sem er okkur minna virði og veldur okkur óhamingju í stað þess að taka af skarið og velja að breyta því sem þarf að breyta til að geta átt það líf sem er meira virði? Hvað er það sem við óttumst?

Að mínu mati er svarið að finna í því að við óttumst að það nýja gæti mögulega klikkað og orðið að einhverju öðru en við ætluðum því að verða.

Við förum nefnilega svo oft í það hlutverk að sjá framtíðina í dimmu ljósi þegar við ætlum okkur að breyta lífinu og erum eins og gamla frænkan sem dregur úr okkur kjarkinn þegar við ætlum að elta draumana okkar, ef ekki bara óvinveittari okkur sjálfum en hún gæti orðið.

Ég hvet okkur hins vegar til að elta draumana, hætta að kvarta og gera eitthvað í málunum. Festumst ekki í því að vera fórnarlömb kringumstæðnanna - „just do it“, eins og Nike segir (mikið vit í þeim orðum), og það er klárt að ekkert breytist nema við séum fær um að velja betri aðstæður án ótta.

Síðan er ekkert annað að gera en að vera eins og sannur víkingur og bera bara ábyrgð á því að taka hin nýju skref í trausti þess sem veit hvort sem er að allt mun verða til góðs með einum eða öðrum hætti að lokum, veit að það er ekkert að óttast annað en óttann sjálfan - og svo er bara alls ekkert víst að þetta klikki hjá okkur.

Og hver veit?, þessi nýju skref sem færa þig frá hlutverki fórnarlambsins í það að vera valfær fyrir þitt líf verða kannski til þess að opna nýjar víddir og heima sem veita þér hamingju, gleði og drifkraft inn í sólríka, bjarta framtíð. Er það ekki betri hugsun en sú að um ókomin ár munir þú sitja óánægður við eldhúsborðið með löngun í það nýja en kemur þér ekki úr sporunum til að sækja það?

Við þig segi ég: Leyfðu þér að lifa á meðan lífið varir, því það er svo stutt - svo ósköp stutt.

Og ef þú telur að ég geti aðstoðað þig við þín nýju skref þá er ég einungis í einnar tímapöntunar fjarlægð.

mbl.is