Tinna Bergsdóttir fyrirsæta og stílisti er nýkomin aftur út til London þar sem hún býr. Hún var á Íslandi síðustu mánuði þar sem Bretland var að mörgu leyti lokað vegna kórónuveirunnar.
Tinna Bergsdóttir fyrirsæta og stílisti er nýkomin aftur út til London þar sem hún býr. Hún var á Íslandi síðustu mánuði þar sem Bretland var að mörgu leyti lokað vegna kórónuveirunnar.
Tinna Bergsdóttir fyrirsæta og stílisti er nýkomin aftur út til London þar sem hún býr. Hún var á Íslandi síðustu mánuði þar sem Bretland var að mörgu leyti lokað vegna kórónuveirunnar.
„Það er búið að vera útgöngubann hér í Englandi síðan í desember, þannig að ég ákvað að vera á Íslandi eftir heimsókn mína um jólin heim. Það er allt hægt og rólega að lifna við hérna í London og er ég byrjuð að fá fyrirsætuverkefni aftur núna. Vorið er komið og sólin skín og ég finn að Bretar eru komnir með alveg nóg af þessu útgöngubanni. Þetta er búið að vera mjög langur og erfiður vetur. Á næstu vikum á að byrja að opna allt aftur hægt og rólega og því er að lifna yfir fólki og það að verða bjartsýnna.“
Tinna verður í ljósmyndatöku á skírdag og ætlar svo að hitta vini sína á föstudaginn langa.
„Ég er að fara í hádegismat hjá bestu vinkonu minni í garðinum hennar með öllum okkar nánustu vinum á föstudaginn langa. Reglurnar eru fyrst núna að breytast hér í Bretlandi og má maður loksins núna hitta sína nánustu vini í hóp þessa vikuna. Ég get ekki beðið eftir að hitta bestu vini mína en suma þeirra hef ég ekki getað hitt í fimm mánuði. Það verður eflaust mikið fjör og ætli við endum ekki með að syngja karókí og að dansa fram á nótt. Svo á páskadag fer ég með Chilli, unnustanum mínum, heim til tengdamóður minnar í páskamat.“
Tinna elskar páskaeggin frá Nóa-Síríusi.
„Mamma og pabbi voru svo góð að senda okkur tvö egg; eitt fyrir mig og eitt fyrir unnusta minn. Ég elska íslensk páskaegg og finnst þau langbest.“