Nautið: Gerðu það sem þig langar núna

Aprílspá Siggu Kling | 2. apríl 2021

Nautið: Gerðu það sem þig langar núna

Elsku Nautið mitt,

Nautið: Gerðu það sem þig langar núna

Aprílspá Siggu Kling | 2. apríl 2021

Elsku Nautið mitt,

Elsku Nautið mitt,

það hefur verið svo mikið af alls kyns tilfinningum, bæði í hjarta þínu og hjá þeim sem þú elskar, en orðið tilfinning þýðir að finna til og ef maður finnur ekki til er maður dauður.

Góð Nautsvinkona mín var að passa barnabarnið sitt um daginn og tautaði við sjálfa sig: Hvar er lífið? Þá heyrði fimm ára barnabarn hennar þetta og svaraði: „Lífið er inni í þér.“ Og það er þetta sem þú þarft að sjá, að það sem þú getur vökvað og látið blómstra inni í þér, alveg sama hvaða aðstæður eru, þá býr hamingjan í sálu þinni.

Ég hitti aðra konu í Nautsmerkinu í gær og hún sagði ég sé ekki tilganginn í þessu lífi, en tilgangur þýðir einfaldlega að ganga til einhvers. Og þegar þú ákveður að skreppa hingað á jörðina, í raun og veru bara í stuttan tíma, þá gerirðu beinagrind að þessu ferðalagi lífsins. Alveg eins og þegar þú ferð í bakpokaferðalag um hálfan heiminn, þá gerirðu beinagrind að því, en er einhver tilgangur í því ferðalagi? Jú, að upplifa eitthvað, sjá, finna ilm og snerta, hafa gaman, það er enginn annar tilgangur. Stundum missirðu af lestinni og ferð þá bara oft eitthvað annað. Því það geta verið bæði erfiðir hlutir sem gerast eins og yndislegir og óvæntir, og það sama á við um lífið sjálft. Svo núna keyrirðu upp húmorinn og gerir upplifun, þá breytist það hvernig þú sérð lífið.

Gerðu það sem þig langar núna. Ekki vera að hugsa hvernig þetta, næsta ár, verður eða eitthvað þaðan af lengra. Tilfinningarnar þínar munu snúast og þú sérð litinn í ástinni, listinni og einfaldleikanum. Þeir sem eru á lausu í þessu blessaða merki hafa miklu meiri valkosti en þeir gera sér grein fyrir, en hins vegar skaltu ekki láta þráhyggju blekkja þig á því hvað ást er í raun og veru.

Það hafa manneskjur samband við þig sem þú hefur verið að hugsa um og til, jafnvel í langan tíma og þú skalt alltaf skoða ástina þannig að þú hagir þér gagnvart þeirri persónu sem þú þráir eins og þú gerir við við vini þína, því þá hverfur stressið. Þetta eru spennandi og blessaðir tímar fyrir þig, lærðu að njóta þess!

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is