Viðgerðir á Notre Dame taki 15-20 ár

Viðgerðir á Notre Dame taki 15-20 ár

Sóknarprestur í Notre Dame í París segir að útlit sé fyrir að 15-20 ár taki þar til viðgerðum á kirkjunni lýkur. Tæp tvö ár eru liðin síðan kviknaði í kirkjunni en Emmanuel Macron Frakklandsforseti lét stuttu síðar hafa eftir sér að stefnt væri að því að endurbótum yrði lokið fyrir sumarið 2024 þegar Ólympíuleikarnir verða haldnir í París.

Viðgerðir á Notre Dame taki 15-20 ár

Eldur í Notre-Dame í París | 2. apríl 2021

Eldur braust út í þaki Notre Dame 15. apríl 2019.
Eldur braust út í þaki Notre Dame 15. apríl 2019. AFP

Sóknarprestur í Notre Dame í París segir að útlit sé fyrir að 15-20 ár taki þar til viðgerðum á kirkjunni lýkur. Tæp tvö ár eru liðin síðan kviknaði í kirkjunni en Emmanuel Macron Frakklandsforseti lét stuttu síðar hafa eftir sér að stefnt væri að því að endurbótum yrði lokið fyrir sumarið 2024 þegar Ólympíuleikarnir verða haldnir í París.

Sóknarprestur í Notre Dame í París segir að útlit sé fyrir að 15-20 ár taki þar til viðgerðum á kirkjunni lýkur. Tæp tvö ár eru liðin síðan kviknaði í kirkjunni en Emmanuel Macron Frakklandsforseti lét stuttu síðar hafa eftir sér að stefnt væri að því að endurbótum yrði lokið fyrir sumarið 2024 þegar Ólympíuleikarnir verða haldnir í París.

Franskir embættismenn voru þó fljótir að draga úr yfirlýsingum forsetans og sögðu óraunsætt að ætla að ljúka verkinu á svo skömmum tíma.

Þak kirkjunnar og turnspíra eyðilögðust í eldinum, sem hafði kviknaði á þakinu þegar unnið var að viðgerðum.

Stefnt er að því að endurreisa kirkjuna í upprunalegri mynd. Ráðast þurfti í mikið hreinsunarstarf áður en að því kom en mikið magn af eitruðu blýi úr þakinu hafði til að mynda dreifst um kirkjuna í brunanum.

Michel Aupetit erkibiskup messar fyrir tómri kirkju á skírdag.
Michel Aupetit erkibiskup messar fyrir tómri kirkju á skírdag. AFP
mbl.is