Sögulegar kosningar á Grænlandi hófust í dag

Grænland | 6. apríl 2021

Sögulegar kosningar á Grænlandi hófust í dag

Niðurstöður kosninga á Grænlandi, sem hófust í dag, gætu haft gríðarlegar afleiðingar, bæði fyrir Grænlendinga og heimskautið allt. Til kosninganna var boðað eftir að flokkur Demókrata dró sig úr samstarfi við Nunatta Qitornai og Siumut.

Sögulegar kosningar á Grænlandi hófust í dag

Grænland | 6. apríl 2021

Frá kjörstað í Nuuk, höfuðborg Grænlands.
Frá kjörstað í Nuuk, höfuðborg Grænlands. AFP

Niðurstöður kosninga á Grænlandi, sem hófust í dag, gætu haft gríðarlegar afleiðingar, bæði fyrir Grænlendinga og heimskautið allt. Til kosninganna var boðað eftir að flokkur Demókrata dró sig úr samstarfi við Nunatta Qitornai og Siumut.

Niðurstöður kosninga á Grænlandi, sem hófust í dag, gætu haft gríðarlegar afleiðingar, bæði fyrir Grænlendinga og heimskautið allt. Til kosninganna var boðað eftir að flokkur Demókrata dró sig úr samstarfi við Nunatta Qitornai og Siumut.

Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, tapaði óvænt formannskjöri í Siumut-flokknum í nóvember á síðasta ári, en kaus að sitja áfram sem forsætisráðherra. Óeining var í ríkisstjórninni um fyrirhugaðan námugröft í Kvanefjeld, á suðurodda Grænlands, sem einmitt er stærsta kosningamálið í kosningunum í dag.

Kim Kielsen, fráfarandi forsætisráðherra Grænlands.
Kim Kielsen, fráfarandi forsætisráðherra Grænlands. Skjáskot/KNR

Skörp skipting milli flokka

Erik Jensen tók við stjórnartaumunum í Siumut, Framsóknarflokknum, og hefur síðan stutt við fyrirhugaðan námugröft í Kvanefjeld. Hann segir að námugröfturinn muni skapa hundruð starfa og færa hundruð milljón dollara í ríkiskassann árlega næstu áratugina, sem geri Grænlendingum kleift að auka við sjálfstæði sitt frá Dönum.

Fyrirtækið sem hyggur á námugröft í Kvanefjeld er ástralskt, heitir Greenland Minerals og er stutt af kínverskum fyrirtækjum. Í úttekt BBC um kosningarnar segir að fyrirtækið gæti orðið stærsti framleiðandi góðmálma á Vesturlöndum, góðmálma sem nýtast meðal annars til vopnaframleiðslu.

Anders Mathiasssen er frambjóðandi Siumut-flokksins. Hér sést hann á konsingaauglýsingu …
Anders Mathiasssen er frambjóðandi Siumut-flokksins. Hér sést hann á konsingaauglýsingu flokksins. Naalakkersuisut, stjórnarráðsbygging Grænlands, í bakgrunni. AFP

Nú þegar heimskautaísinn bráðnar sem aldrei fyrr sjá fleiri alþjóðleg fyrirtæki sér leik á borði og sækja hart að Grænlandi með það fyrir augum að hefja þar námugröft. Rússar, Kanadamenn, Kínverjar og Danir sjálfir eru þar á meðal.

Stjórnarandstöðuflokkurinn Inuit Ataqatigiit, Samfélag fólksins, tekur þó einarða afstöðu gegn öllum námugreftri. Flokkurinn segir að með fyrirhuguðum námugreftri verð byggð ógnað af geislavirkum og eitrandi úrgangi.

Stjórnarandstöðuflokkur mælist stærstur

Sem stendur mælist Inuit Ataqatigiit fylgismestur, með 36,2% fylgi, en næstur á eftir kemur Siumut með 23,2% fylgi. Á Grænlandi er kosið um lista, rétt eins og í íslenskum þingkosningum, og er kosið um 31 sæti á grænlenska þinginu. Gangi nýjustu spar eftir fær Inuit Ataqatigiit 12 þingsæti en Siumut átta.

Í þingkosningum árið 2018 var Siumut hlutskarpastur og fékk níu þingmenn kjörna og Inuit Ataqatigiit kom næstur á eftir með átta menn kjörna. Miðað við skoðanakannanir sem gerðar voru nýlega þurrkast Nunatta Qitornai og Cooperation Party út af þingi, en þeir fengu einn kjörinn þingmann hvor um sig árið 2018.

Pipaluk Lynge-Rasmussen, frambjóðandi Inuit Ataqatigiit, stjórnarandstöðuflokksins sem nú mælist hæstur …
Pipaluk Lynge-Rasmussen, frambjóðandi Inuit Ataqatigiit, stjórnarandstöðuflokksins sem nú mælist hæstur í könnunum. Flokkurinn er andvígur fyrirhuguðum námugreftri í Kvanefjeld. AFP
mbl.is