Ungur aðdáandi Daða fékk prjónaðan búning

Eurovision | 6. apríl 2021

Ungur aðdáandi Daða fékk prjónaðan búning

Heiða Hrönn Másdóttir meistaranemi í leikskólakennarafræðum gladdi tveggja ára gamlan son sinn þegar hún prjónaði á hann peysu og húfu í anda hinna nýju eurovisionbúninga Gagnamagnsins. Peysan er hennar fyrsta uppskrift. 

Ungur aðdáandi Daða fékk prjónaðan búning

Eurovision | 6. apríl 2021

Heiða Hrönn Másdóttir og sonur hennar Birkir Snær Bjarkason í …
Heiða Hrönn Másdóttir og sonur hennar Birkir Snær Bjarkason í Gagnamagnspeysunni. Ljósmynd/Aðsend

Heiða Hrönn Másdóttir meistaranemi í leikskólakennarafræðum gladdi tveggja ára gamlan son sinn þegar hún prjónaði á hann peysu og húfu í anda hinna nýju eurovisionbúninga Gagnamagnsins. Peysan er hennar fyrsta uppskrift. 

Heiða Hrönn Másdóttir meistaranemi í leikskólakennarafræðum gladdi tveggja ára gamlan son sinn þegar hún prjónaði á hann peysu og húfu í anda hinna nýju eurovisionbúninga Gagnamagnsins. Peysan er hennar fyrsta uppskrift. 

„Hugmyndin að peysunni kom eftir að ég sjá nýja búninginn hjá Daða og Gagnamagninu. Strákurinn minn sem er tveggja og hálfs árs er mikill Daða-aðdáandi þannig að ég ákvað að prjóna á hann peysu. Þegar ég var svo búin að prjóna peysuna varð ég nú að prjóna húfu í stíl,“ segir Heiða um peysuna og húfuna.

„Stráknum mínum finnst ekkert skemmtilegra en að hlusta á tónlist og dansa. Gagnamagnslögin eru með góðum takti sem grípa hann fljótt og var Gagnamagnsdansinn mikið dansaður í fyrra á okkar heimili. Lagið 10 Years hefur heldur betur líka slegið í gegn og er hann farinn að dansa með dansinum.“ 

Heiða Hrönn bjó til uppskriftina sjálf.
Heiða Hrönn bjó til uppskriftina sjálf. Ljósmynd/Aðsend

Heiða segist alltaf hafa prjónað mikið og er oftast með eitthvað á prjónunum. Hún prjónaði þó í fyrsta skipti eftir eigin uppskrift þegar hún prjónaði eurovisionpeysuna.

„Peysan var svolítið prjónuð í blindni þrátt fyrir að ég hafi verið með smá drög að henni. Ég byrjaði á því að teikna upp mynstrið að neðan og síðan var byrjað. Því næst þurfti ég að hugsa út í myndina sem ég teiknaði upp á dadifreyr.com og staðsetja vængina. Ég var aðeins með eina mynd af búningum fyrir framan mig svo þetta tók smá tíma. Ég passaði þó að skrifa niður það sem ég var að gera jafnóðum til að eiga uppskriftina þegar ég kláraði. Það var pínu snúið að finna garn sem passaði saman og við myndina, en tveir aðallitirnir eru alpaca-ull og smartgarn og restin af litunum er afgangar sem ég átti af hinu og þessu garni.“

Birkir Snær sýnir rauðu vængina á peysunni.
Birkir Snær sýnir rauðu vængina á peysunni. Ljósmynd/Aðsend

Heiða segir hafa verið gaman að prjóna peysuna. Ánægja sonarins veitir henni mikla gleði en drengurinn þarf helst að sýna öllum sem hann hittir nýju peysuna sína. 

Hér fyrir neðan má sjá Gagnamagnið í nýju búningunum sínum. 

mbl.is