„Eins konar valdarán“ í London

Valdarán í Mjanmar | 7. apríl 2021

„Eins konar valdarán“ í London

Sendiherra Mjanmar í London, Kyaw Zwar Minn, segir sér hafa verið meinað inngöngu í eigið sendiráð. BBC greinir frá. 

„Eins konar valdarán“ í London

Valdarán í Mjanmar | 7. apríl 2021

Sendiherrann Kyaw Zwar Minn kemst ekki inn í eigið sendiráð …
Sendiherrann Kyaw Zwar Minn kemst ekki inn í eigið sendiráð í London. AFP

Sendiherra Mjanmar í London, Kyaw Zwar Minn, segir sér hafa verið meinað inngöngu í eigið sendiráð. BBC greinir frá. 

Sendiherra Mjanmar í London, Kyaw Zwar Minn, segir sér hafa verið meinað inngöngu í eigið sendiráð. BBC greinir frá. 

Her Mjanmar náði völdum í valdaráni 1. febrúar. Kyaw Zwar Minn hefur hvatt til þess að leiðtogi Mjanmar, Aung San Suu Kyi, verði látin laus.

Að sögn sendiherrans var starfsfólki hans gert að yfirgefa bygginguna og honum tilkynnt af hernum að hann væri ekki lengur fulltrúi þjóðarinnar. Lögregla var síðar kölluð til, til að stöðva för starfsfólks inn í bygginguna.

Kyaw Zwar Minn lýsti atburðum dagsins sem „eins konar valdaráni í miðri London“. „Þetta valdarán mun ekki eiga sér stað,“ sagði hann við fréttastofuna Reuters.

Mótmælendur hafa safnast saman fyrir utan sendiráðið.

mbl.is