Tvær lögmannsstofur og þýðingarvinna

Landsréttur | 20. apríl 2021

Tvær lögmannsstofur og þýðingarvinna

Kostnaður við aðkeypta þjónustu hjá embætti ríkislögmanns vegna máls Guðmundar Andra Ástráðssonar, einnig þekkt sem Landsréttarmálið, gegn íslenska ríkinu við Mannréttindadómstól Evrópu nam 1,1 milljón króna við undirréttinn og 4,1 milljón króna við yfirréttinn. Einungis er um kostnað við þýðingu á íslenskum dómum, nefndarálitum og öðrum gögnum að ræða. 

Tvær lögmannsstofur og þýðingarvinna

Landsréttur | 20. apríl 2021

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kostnaður við aðkeypta þjónustu hjá embætti ríkislögmanns vegna máls Guðmundar Andra Ástráðssonar, einnig þekkt sem Landsréttarmálið, gegn íslenska ríkinu við Mannréttindadómstól Evrópu nam 1,1 milljón króna við undirréttinn og 4,1 milljón króna við yfirréttinn. Einungis er um kostnað við þýðingu á íslenskum dómum, nefndarálitum og öðrum gögnum að ræða. 

Kostnaður við aðkeypta þjónustu hjá embætti ríkislögmanns vegna máls Guðmundar Andra Ástráðssonar, einnig þekkt sem Landsréttarmálið, gegn íslenska ríkinu við Mannréttindadómstól Evrópu nam 1,1 milljón króna við undirréttinn og 4,1 milljón króna við yfirréttinn. Einungis er um kostnað við þýðingu á íslenskum dómum, nefndarálitum og öðrum gögnum að ræða. 

Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. 

Ekki er haldið sérstaklega utan um tímaskráningu starfsmanna vegna einstakra mála hjá embætti ríkislögmanns, svo ekki var unnt að svara til um kostnað embættisins vegna vinnu starfsmanna við málið. 

Rósa spurði einnig um sundurliðun kostnaðar við sérfræðiráðgjöf til dómsmálaráðuneytisins í aðdraganda og kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu og yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu, vegna niðurstöðu MDE og yfirdeildar sem nam samkvæmt svari ráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur 36.096.084 krónum.

Fram kemur í svari ráðuneytisins að þar af hafi lögmannsstofunni Blackstone verið greiddar 31.557.071 króna og lögmannsstofunni Advokatfirmaet Schjodt AS 4.528.513 krónur.

mbl.is