Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, segir að sakfelling yfir lögreglumanni sem var í gær dæmdur sekur um morðið á George Floyd geti verið stórt skref í átt að réttlæti í Bandaríkjunum. „En við megum ekki stoppa þar,“ sagði Biden og bætti við að hann vildi óska þess að hann gæti faðmað fjölskyldu Floyds.
Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, segir að sakfelling yfir lögreglumanni sem var í gær dæmdur sekur um morðið á George Floyd geti verið stórt skref í átt að réttlæti í Bandaríkjunum. „En við megum ekki stoppa þar,“ sagði Biden og bætti við að hann vildi óska þess að hann gæti faðmað fjölskyldu Floyds.
Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, segir að sakfelling yfir lögreglumanni sem var í gær dæmdur sekur um morðið á George Floyd geti verið stórt skref í átt að réttlæti í Bandaríkjunum. „En við megum ekki stoppa þar,“ sagði Biden og bætti við að hann vildi óska þess að hann gæti faðmað fjölskyldu Floyds.
AFP-fréttastofan segir að Biden hafi hringt af skrifstofu forseta í farsíma í Minneapolis aðeins nokkrum mínútum eftir að fyrrverandi lögreglumaður, Derek Chauvin, var fundinn sekur um að hafa myrt Floyd er hann hélt honum í fangbrögðum við handtöku í maí 2020.
„Okkur er öllum létt,“ sagði Biden við fjölskyldu Floyds og lögmann þeirra, Ben Crump, sem birti á Twitter myndskeið af símtalinu sem varði í meira en þrjár mínútur. Derek Chauvin hélt hné sínu að öndunarvegi Floyds í meira en níu mínútur með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund og lést. Dánarorsökin var súrefnisskortur.
Biden segir að ekkert réttlæti gjörðir Chauvins en að dómurinn skili að minnsta kosti einhverju réttlæti. Refsingin yfir Chauvin verður kveðin upp innan átta vikna og hann var leiddur í járnum út úr réttarsalnum þar sem honum var gert að hefja afplánun strax í gær. Áður hafði hann verið laus gegn tryggingu. Búast má við því að hann þurfi að dúsa á bak við lás og slá áratugum saman en fastlega er gert ráð fyrir að hann muni áfrýja niðurstöðunni.
Áður en dómurinn féll sagði Biden við fréttamenn í Hvíta húsinu að sönnunargögnin í málinu væru yfirþyrmandi. „Ég bið fyrir því að dómurinn verði rétt niðurstaða.“
Strax eftir að Biden lét þessi ummæli falla fóru af stað ásakanir í hans garð um að Biden væri með þessu að þrýsta á um ákveðna niðurstöðu og mögulega ætti að ómerkja réttarhöldin.
Blaðafulltrúi forsetans, Jen Psaki, svaraði þessu með því að Biden væri sjálfum sér samkvæmur. Maður sem bregst við þjáningum annarra. Hann gerði sér grein fyrir að fólk væri búið að fá nóg, það væri uppgefið. Hann skildi þjáningar þess og vildi koma á umbótum.
Biden rifjaði upp samtal við unga dóttur George Floyds, Giönnu, sem hann átti við hana eftir að pabbi hennar var myrtur. „Ég held að pabbi minn eigi eftir að breyta heiminum,“ sagði Gianna við Biden. Hann tók undir þetta með henni í samtali við fjölskylduna í gær og að breytingar væru hafnar frá og með niðurstöðu kviðdómsins.
Biden og eiginkona hans, Jill, töluðu bæði við fjölskylduna og sögðu að forsetaflugvélin yrði send eftir þeim og þau boðin velkomin í Hvíta húsið.
Síðar ávarpaði Biden þjóð sína og skilaboðin voru þau sömu: Kerfisbundinn rasismi er blettur á ímynd þjóðarinnar og Gianna hefði haft rétt fyrir sér. Það yrði arfleifð George Floyds.