Sextán ára gömul svört stúlka var skotin til bana af lögreglumanni í borginni Columbus í Ohio í gær. Lögreglan hefur birt upptökur úr líkamsmyndavélum lögreglumannanna til að varpa ljósi á atburðarásina.
Sextán ára gömul svört stúlka var skotin til bana af lögreglumanni í borginni Columbus í Ohio í gær. Lögreglan hefur birt upptökur úr líkamsmyndavélum lögreglumannanna til að varpa ljósi á atburðarásina.
Sextán ára gömul svört stúlka var skotin til bana af lögreglumanni í borginni Columbus í Ohio í gær. Lögreglan hefur birt upptökur úr líkamsmyndavélum lögreglumannanna til að varpa ljósi á atburðarásina.
Samkvæmt frétt BBC og Columbus Dispatch var lögregla kölluð á vettvang vegna hnífstungu. Í upptökum lögreglu sjást nokkrir einstaklingar ráðast á manneskju áður en stúlkan er skotin nokkrum sinnum. Rannsókn á atvikinu er hafin og hvetja yfirvöld íbúa á svæðinu til að halda ró sinni.
„Nú síðdegis lést ung kona á hörmulegan hátt. Við vitum ekki öll málsatvik og munum deila þeim upplýsingum um leið og þær koma fram,“ segir borgarstjórinn í Columbus, Andrew Ginther, í færslu á Twitter.
Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla safnaðist hópur saman þar sem atvikið átti sér stað í gærkvöldi sem og við ráðhús borgarinnar en stúlkan var skotin til bana stuttu áður en dómur féll yfir Derek Chauvin sem var fundinn sekur um að hafa myrt George Floyd í Minneapolis í maí í fyrra.
Í frétt Columbus Dispatch kemur fram að stúlkan hafi verið skotin 20 mínútum áður en dómurinn var kveðinn upp.
Á myndskeiðinu sést lögreglumaður koma að heimreið þar sem hópur ungs fólks var samankominn. Þar sést stúlkan, Ma'Khia Bryant, ýta við manneskju sem fellur. Bryant sést síðan beina hníf að stúlku sem er á húddi bifreiðar. Þá skýtur lögreglumaður Bryant fjórum skotum og hún lést skömmu síðar.
Ginther segir að yfirvöld hafi talið nauðsynlegt að birta myndskeiðið af þessum hörmulega atburði.
Barnavernd í Franklin-sýslu staðfesti í gærkvöldi að stúlkan hefði heitið Ma'Khia Bryant og hún hefði verið í fóstri á vegum barnaverndaryfirvalda.