Hundruð voru viðstödd útför Daunte Wright, tvítugs svarts Bandaríkjamanns sem skotinn var til bana af lögreglu í Minneapolis 11. apríl.
Hundruð voru viðstödd útför Daunte Wright, tvítugs svarts Bandaríkjamanns sem skotinn var til bana af lögreglu í Minneapolis 11. apríl.
Hundruð voru viðstödd útför Daunte Wright, tvítugs svarts Bandaríkjamanns sem skotinn var til bana af lögreglu í Minneapolis 11. apríl.
Lögreglukona sem dró upp skammbyssu í stað rafbyssu og skaut Wright til bana hefur verið ákærð fyrir manndráp. Hún og lögreglustjóri lögreglunnar í úthverfi Minneapolis, Brooklyn, hafa bæði látið af störfum í kjölfar atviksins.
Mikil spenna hefur verið í Minneapolis undanfarnar vikur vegna réttarhalda yfir Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumanni, sem var í vikunni dæmdur fyrir morðið á George Floyd, sem lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í fleiri mínútur í maí á síðasta ári.
Morðið á Floyd leiddi til mótmæla um öll Bandaríkin og víðar.
Útför Wrights fór fram í kirkju í norðurhluta borgarinnar í dag. Presturinn Al Sharpton, sem var ötull baráttumaður fyrir réttindum svartra Bandaríkjamanna á síðustu öld, flutti minningarræðu um Wright í kirkjunni sem hefur í gegnum tíðina verið vinsæl meðal svartra íbúa Minneapolis, rétt eins og hann gerði við útför Floyds á síðasta ári.
Katie Wright minntist sonar síns sem yndislegs föður áður en hún varð að stöðva ræðuhöldin vegna geðshræringar. „Sonur minn var með bros sem var virði milljón dollara. Þegar hann gekk inn í herbergi lýsti hann það upp,“ sagði Wright í gegnum tárin.