Natan Dagur Benediktsson keppir í 32 manna úrslitum The Voice í Noregi í kvöld. Þetta er í þriðja sinn sem Natan Dagur stígur á svið en eftir kvöldið verða einungis 16 keppendur eftir. Mikið er undir þar sem í næstu viku hefjast beinar útsendingar.
Natan Dagur Benediktsson keppir í 32 manna úrslitum The Voice í Noregi í kvöld. Þetta er í þriðja sinn sem Natan Dagur stígur á svið en eftir kvöldið verða einungis 16 keppendur eftir. Mikið er undir þar sem í næstu viku hefjast beinar útsendingar.
Natan Dagur Benediktsson keppir í 32 manna úrslitum The Voice í Noregi í kvöld. Þetta er í þriðja sinn sem Natan Dagur stígur á svið en eftir kvöldið verða einungis 16 keppendur eftir. Mikið er undir þar sem í næstu viku hefjast beinar útsendingar.
Í kvöld verður einvígi á milli Natans Dags og Mads Sølnes. Natan Dagur syngur lagið Stay með Rihönnu en Mads syngur lagið Watermelon Sugar með Harry Styles. Þjálfarinn velur annan þeirra áfram í 16 liða úrslit sem hefjast 30 apríl. Úrslitin fara fram 28. maí.
Hér fyrir neðan má sjá brot úr þætti kvöldsins.
Natan Dagur vakti mikla athygli fyrir framistöðu sína í blindum áheyrnarprufum sem fram fóru í janúar. Þar tók hann lagið Bruises með Lewis Capaldi. Flutningurinn hefur fengið yfir milljón spilana á YouTube en fáir keppendur í sögu norsku þáttanna hafa fengið jafnmikla spilun. Flutningur Natans Dags er einnig kominn með yfir fimm hundruð þúsund spilanir á Spotify og hefur verið valinn einn af tíu bestu blindu áheyrnaprufunum í heiminum árið 2021.
Hér fyrir neðan má sjá Natan Dag syngja Bruises.