Yfirgaf krefjandi forstjórastarf til að finna lífsfyllinguna

SMARTLAND 13 ÁRA | 24. apríl 2021

Yfirgaf krefjandi forstjórastarf til að finna lífsfyllinguna

Einu sinni var Almar Örn Hilmarsson forstjóri Sterling Airlines og Iceland Express en nú býr hann í Prag í Tékklandi og heldur úti hlaðvarpinu The Bunker: How the hell did we end up here? Hann vinnur líka fyrir Alfreð í Tékklandi ásamt því sem hann aðstoðar kærustuna sína sem á og rekur morgunverðarstað í borginni. Almar er menntaður sem lögfræðingur en varð forstjóri í 70 manna fyrirtæki 25 ára og á því tæplega 25 ára feril að baki við stjórnun fyrirtækja úti um allan heim. 

Yfirgaf krefjandi forstjórastarf til að finna lífsfyllinguna

SMARTLAND 13 ÁRA | 24. apríl 2021

Almar Örn Hilmarsson var einu sinni forstjóri í krefjandi starfi …
Almar Örn Hilmarsson var einu sinni forstjóri í krefjandi starfi en eftir að hafa upplifað lífið á harkalegan hátt breytti hann um takt.

Einu sinni var Almar Örn Hilmarsson forstjóri Sterling Airlines og Iceland Express en nú býr hann í Prag í Tékklandi og heldur úti hlaðvarpinu The Bunker: How the hell did we end up here? Hann vinnur líka fyrir Alfreð í Tékklandi ásamt því sem hann aðstoðar kærustuna sína sem á og rekur morgunverðarstað í borginni. Almar er menntaður sem lögfræðingur en varð forstjóri í 70 manna fyrirtæki 25 ára og á því tæplega 25 ára feril að baki við stjórnun fyrirtækja úti um allan heim. 

Einu sinni var Almar Örn Hilmarsson forstjóri Sterling Airlines og Iceland Express en nú býr hann í Prag í Tékklandi og heldur úti hlaðvarpinu The Bunker: How the hell did we end up here? Hann vinnur líka fyrir Alfreð í Tékklandi ásamt því sem hann aðstoðar kærustuna sína sem á og rekur morgunverðarstað í borginni. Almar er menntaður sem lögfræðingur en varð forstjóri í 70 manna fyrirtæki 25 ára og á því tæplega 25 ára feril að baki við stjórnun fyrirtækja úti um allan heim. 

Þegar ég spyr hann hvað verði til þess að fyrrverandi forstjóri í stóru fyrirtæki flytji til Tékklands og snúi algerlega við blaðinu segir hann að lífsfylling hans sé allt önnur í dag en hún var áður. Áföllin í lífinu hafa mótað hann og hann veit núna hvað skiptir mestu máli. 

„Ég hef enga þörf í dag fyrir adrenalínrush sem fylgir því að vera í krefjandi starfi. Það að vera í krefjandi starfi er svolítið eins og að vera á eiturlyfjum,“ segir hann og hlær. 

Almar Örn Hilmarsson árið 2005 þegar hann var forstjóri Iceland …
Almar Örn Hilmarsson árið 2005 þegar hann var forstjóri Iceland Express. mbl.is

Áður en Almar byrjaði með hlaðvarpið og opnaði Alfreð í Tékklandi var hann framkvæmdastjóri Creditinfo í Tékklandi og víðar. Hann tók þátt í ævintýralegum vexti fyrirtækisins á heimsvísu á 9 ára tímabili. Hann hætti hjá fyrirtækinu 2018 og segir að það kveiki ekki í sér lengur að vera í krefjandi starfi. 

Sterling fer á hausinn 2008. Það er í síðasta skipti sem ég er með „high profile“ starf. Mér leið svolítið eins og rokkstjörnu á þessum tíma. Fólk þekkti mig úti á götu,“ segir hann og hlær og bætir við.

„Svo fer ég til Prag að vinna fyrir Creditinfo og er „nobody“. Það var í fyrsta skipti síðan ég var 22 eða 23 ára sem ég var bara ósýnilegur. Þá áttaði ég mig á því að ég gæti átt líf og gæti bara verið ég,“ segir Almar og segist hafa upplifað mikið frelsi við þessa breytingu á tilverunni.

Það voru þó ekki bara vinnuskipti sem höfðu þessi áhrif á Almar. Á þessu tímabili missti hann bæði tvo góða vini og litla bróður sinn. Hann segir að þessi lífsreynsla hafi gert það að verkum að hann fór að meta hlutina upp á nýtt. Hann segist hafa áttað sig á því að með því að vera forstjóri í stóru fyrirtæki þá myndi hann ekki skilja neitt eftir sig. Það yrði ekki reist stytta af honum fyrir utan fyrirtækið þegar hann hætti. 

„Oft og tíðum er það þannig að maður er búinn að gefa blóð, svita og tár og heilsulega séð fórna friðhelgi og einkalífi. Uppskeran er engin nema eitthvert kaup. Það er ekkert talað um mig í Öldinni okkar, maður er fenginn inn til að breyta einhverju, laga eitthvað og svo fer maður og einhver annar tekur við keflinu, það er því engin arfleifð. Þetta er öðruvísi með þig. Þú ert búin að búa til Smartland. Það verður aldrei talað um Smartland nema talað sé um Mörtu Maríu. Þegar maður er ekki bara sjálfur í að starta fyrirtæki þá er maður bara einn hlekkur í keðjunni. Það er alveg ágætt. Geðveik ævintýri og frábær reynsla. Ég er góður í þessu. Ég myndi treysta mér í hvaða verkefni sem er. En ég get gert fullt af hlutum í lífinu sem skilja meira eftir sig fyrir mig,“ segir Almar og heldur áfram. 

„Ég er alveg að vinna. Er að vinna í Alfreð í Tékklandi. Við erum með fjögurra manna skrifstofu og þar vaska ég upp og ryksuga og finnst það bara fínt. Það er ekki þetta geðveika adrenalín. Ég er að vinna nánara með fólki í smærri hópi. Maður sér árangurinn sem maður gerir. Það að byrja með podcastið var liður í því að skilja eitthvað eftir sig,“ segir hann. Það er þó ekki alveg rétt að hann sé bara að ryksuga og vaska upp á skrifstofu Alfreðs því hann er einn af stofnendum fyrirtækisins í Tékklandi.

„Ég er ekkert merkilegri en allir hinir. Ég var alltaf voða upptekinn af veikleikum mínum og að fólk myndi komast að því að ég væri kjáni. Það var alveg sama hvað ég fékk gott starf. Ég upplifði aldrei að toppnum væri náð því þetta var bara vinna. Ég fékk aldrei almennilega fyllingu úr þessu,“ segir Almar. 

Almar Örn Hilmarsson og Anita Gyarmat kærasta hans.
Almar Örn Hilmarsson og Anita Gyarmat kærasta hans.

Öðru máli gegnir þó um hlaðvarpið The Bunker. Hann upplifir mikla lífsfyllingu að halda því úti og er lunkinn við að finna áhugavert fólk sem opnar sig upp á gátt í hlaðvarpinu. 

„Það eru margir búnir að spyrja mig, af hverju ertu að þessu? Málið er að mér finnst fólkið skemmtilegt og sögurnar áhugaverðar. Það er fólk hjá mér í þessum viðtölum alls staðar úr heiminum. Þetta er mannlegt. Þess vegna get ég talað við þau. Ég get ekki gert svona glossí dót því ég þarf að heyra alla söguna. Ég er að draga fram mannlegu hliðina í fólki. Þetta er heiðarlegt,“ segir hann. 

Ertu að hafa eitthvað upp úr þessu?

„Nei ég þéna ekki neina peninga, en ég er að kynnast fólki. Ég er náttúrulega athyglissjúkur og þarf að moka í þetta svarthol sem ég er,“ segir Almar í gamansömum tón. 

Þér liggur mikið á hjarta. Ég heyri það alveg. 

„Mér hefur alltaf fundist ég hafa eitthvað að segja. Vandamálið er að ég er yfirleitt of dónalegur. Fólki finnst ég vera ömurlegur hvítur miðaldra karlmaður. En í þessu hlaðvarpi ræð ég hvað ég segi og um hvað ég tala. Það er ákveðin útrás í því fyrir mig. Svo finnst mér gaman þegar ég fæ góð viðbrögð. Svo er þetta hluti af því að hafa vettvang og ég vil hafa eitthvað að segja. Það er ekkert grandplan. Ef ég vakna upp einn daginn og finnst þetta leiðinlegt þá hætti ég þessu því skuldbindingarnar eru engar.“

Hvernig fólk finnst þér skemmtilegast?

„Ég held að allir geti verið skemmtilegir. Sumir eru svo mikið að passa sig að sýna ekki öll spilin. Fyrir nokkrum árum ferðuðumst við kærasta mín um heiminn í sex mánuði. Á þessum ferðalögum sat ég yfirleitt fram í í rútunni hjá bílstjóranum sem var kannski 70 ára og talaði við hann alla ferðina. Ég hef alltaf verið forvitinn um annað fólk. Allir hafa frá einhverju að segja,“ segir hann. 

Breytti algerlega um takt

Almar er mjög langt frá því að vera einhver athyglissjúkur hálfviti sem flýtur á yfirborðinu. Honum finnst áhugavert að kafa ofan í sögur fólks og fá að vita allt. Hann væri líklega ekki á þeim stað ef hann hefði ekki upplifað harminn sem hann upplifði þegar bróðir hans fyrirfór sér 31 árs að aldri. Almar segir að þessi lífsreynsla markeri hann.

„Hann var litla barnið mitt. Við vorum mjög miklir vinir frá því hann var eins árs þangað til hann varð fullorðinn. Hann vann alltaf hjá mér og við áttum mjög gott samband. Það kom sjaldan eitthvað upp á milli okkar. Það dró aldrei neinn skugga á okkar samband. Það breytir manni þegar maður upplifir hvað lífið er hverfult. Það getur allt farið frá því ótrúlega fljótt. Litli bróðir minn var búinn að missa sjónar á því sem skipti máli í lífinu. Fólk blindast stundum af veraldlegum mælikvörðum. Án þess að það hafi verið skýr hugsun þá held ég að hann hafi verið fókuseraður á þessa hluti. Eftir andlát hans fattaði ég að ég væri enn þá sami Almar þrátt fyrir allt. Á sama tíma missti ég vini mína sviplega og hefur þetta mótað mig,“ segir hann. 

Hvernig vannstu úr sorginni? 

„Það var svo skrýtið hjá mér. Ég fór til sálfræðings því mér fannst ég ekki vera nógu sorgmæddur. Mér fannst ég ekki vera að syrgja á réttan hátt. Það sem gerðist er að með bróður minn á ég ákveðnar minningar sem ég kalla fram. Þegar það gerist þá kemur sorgin yfir mig en líka gleði. Ég þurfti að sætta mig við stöðuna eins og hún var og þurfti að bægja því frá að ég hefði getað gert eitthvað öðruvísi því maður breytir engu um það. Í sorginni er ekkert upphaf og enginn endir. Maður lærir á lífið upp á nýtt. Maður kemur sterkari út ef maður lætur þetta ekki éta sig að innan. Ef þú ert búinn að ganga í gegnum eitthvað svona ógeðslega erfitt þá verður allt annað auðveldara og léttara,“ segir Almar. 

Almar Örn Hilmarsson, Ari Hermann Ólafsson og Haukur Þór Lúðvíksson …
Almar Örn Hilmarsson, Ari Hermann Ólafsson og Haukur Þór Lúðvíksson að hlaupi loknu í Norður-Kóreu.

Ég skil hvað Almar er að fara. Kvart og kvein um hversdagslega hluti verða hjóm eitt þegar alvörusorg bankar upp á. Eftir samræðurnar um sorgina tökum við upp léttara hjal. Ég spyr hann út í nýjasta hlaðvarpsþáttinn en þar ræðir hann við háklassa fylgdarkonu sem hefur unnið fyrir íslensk fyrirtæki. Almar segir að þetta sé merkileg saga þar sem viðkomandi hafi gefist upp á stefnumótamarkaðnum og líka því að reyna að vinna sig upp í stóru fyrirtæki. 

„Hún er háskólamenntuð og er ættuð frá Bretlandi en flytur til Prag. Hún fer að vinna sem hönnuður. Svo verður hún ólétt og eignast dóttur. Þegar dóttirin er tveggja ára þá slitnar upp úr sambandi hennar við barnsföðurinn. Hún fer að deita gaura en upplifir að þeir vilji bara sofa hjá henni. Það var enginn til í að fara í flottan dinner. Þá hugsaði hún með sér, af hverju er ég ekki bara að láta það eftir þeim að sofa hjá þeim? 5.000 evrur vikan, flug og uppihald. Hún hefur aldrei þénað eins mikið af ævinni,“ segir Almar og játar að þessi saga hafi hreyft við honum.

„Það sem er merkilegt er að það er ekkert að hjá henni. Hún er ekki fyllibytta og ekki dópisti. Foreldrar hennar vita af þessu og styðja hana. Hún nær að hámarka það sem hún fær út úr þessu. Ég hef alveg hitt svona stelpur áður, vændiskonur, en þær eru allar brotnar. Það var allt í steik og eitthvað að. Þessi var eins og hún væri að fara út með ruslið,“ segir Almar. 

Við Almar gætum talað saman í marga sólarhringa. Svo mikið liggur honum á hjarta og það er auðvelt að tengja við pælingar hans um lífið. Hann viðurkennir fyrir mér að þótt hann sé að lifa drauminn sinn þá sé hann í raun í bullandi miðaldrakrísu. Í stað þess að safna bjórvömb og flytja lögheimili sitt í heimilissófann þá lifir hann lífinu eins og maður sem er ekki deginum eldri en 30 ára. Hann hleypur, stundar crossfit, lærir á gítar, keyrir um á mótorhjólum og er að velta fyrir sér hvort hann ætti ekki að láta það eftir sér að gefa út plötu. Eitt sinn tók ég viðtal við hann þegar hann var nýbúinn að hlaupa maraþon í Norður-Kóreu ásamt tveimur vinum sínum með öllum þeim ævintýrum sem því fylgdi. Það sem má læra af honum er að gera allt sem þig langar að gera, fresta engu og gæta þess að taka lífið ekki of alvarlega. 



mbl.is