Stal stíl Bjarkar á Óskarnum

Steldu stílnum | 26. apríl 2021

Stal stíl Bjarkar á Óskarnum

Leikkonan Laura Dern vakti athygli í hvítum og svörtum kjól frá Oscar de la Renta. Kjóllinn hefur fengið misjafnar viðtökur og vilja netverjar meina að kjóllinn minni á svanakjól Bjarkar Guðmundsdóttir en 20 ár eru síðan hún hneykslaði heiminn í kjólnum. 

Stal stíl Bjarkar á Óskarnum

Steldu stílnum | 26. apríl 2021

Laura Dern á Óskarsverðlaunahátíðinni 2021 og Björk Guðmundsdóttir árið 2001.
Laura Dern á Óskarsverðlaunahátíðinni 2021 og Björk Guðmundsdóttir árið 2001. Samsett mynd

Leikkonan Laura Dern vakti athygli í hvítum og svörtum kjól frá Oscar de la Renta. Kjóllinn hefur fengið misjafnar viðtökur og vilja netverjar meina að kjóllinn minni á svanakjól Bjarkar Guðmundsdóttir en 20 ár eru síðan hún hneykslaði heiminn í kjólnum. 

Leikkonan Laura Dern vakti athygli í hvítum og svörtum kjól frá Oscar de la Renta. Kjóllinn hefur fengið misjafnar viðtökur og vilja netverjar meina að kjóllinn minni á svanakjól Bjarkar Guðmundsdóttir en 20 ár eru síðan hún hneykslaði heiminn í kjólnum. 

Svanakjólinn fræga hannaði Marjan Pejoski. Björk þótti á sínum tíma ein versta klædda stjarnan á Óskarsverðlaunahátíðinni, nú þykir kjóllinn hins vegar einn sá eftirminnilegasti í sögu verðlaunanna.

„Kjóll Lauru er sterkur en um leið áreynslulaus og skemmtilegur,“ sagði Elizabeth Stewart stílisti Dern í viðtali á vef Hollywood Reporter. Hvítar fjaðrirnar eru líklega það sem minnir helst á kjól Bjarkar. 

Kunnuglegar fjaðrir.
Kunnuglegar fjaðrir. AFP
Kjóll Lauru Dern minnti á Svanakjól Bjarkar.
Kjóll Lauru Dern minnti á Svanakjól Bjarkar. AFP
mbl.is