Reyndi að lækna óbærilegt ástand með hugbreytandi efnum

Edrúland | 28. apríl 2021

Reyndi að lækna óbærilegt ástand með hugbreytandi efnum

Hinn þjóðkunni listamaður og andlegi stríðsmaður Tolli var gest­ur bræðranna Gunn­ars Dan og Davíðs Karls Wii­um í hlaðvarpsþátt­un­um Þvotta­hús­inu. Þema þáttarins er hrörnun og dauðinn, heimkoman og uppljómun.

Reyndi að lækna óbærilegt ástand með hugbreytandi efnum

Edrúland | 28. apríl 2021

Tolli Morthens er gestur hlaðvarpsþáttarins Þvottahússins.
Tolli Morthens er gestur hlaðvarpsþáttarins Þvottahússins. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hinn þjóðkunni listamaður og and­legi stríðsmaður Tolli var gest­ur bræðranna Gunn­ars Dan og Davíðs Karls Wii­um í hlaðvarpsþátt­un­um Þvotta­hús­inu. Þema þátt­ar­ins er hrörn­un og dauðinn, heim­kom­an og upp­ljóm­un.

Hinn þjóðkunni listamaður og and­legi stríðsmaður Tolli var gest­ur bræðranna Gunn­ars Dan og Davíðs Karls Wii­um í hlaðvarpsþátt­un­um Þvotta­hús­inu. Þema þátt­ar­ins er hrörn­un og dauðinn, heim­kom­an og upp­ljóm­un.

Hann tal­ar um sína áfalla­sögu sem svo leiðir hann í deyf­ingu með lyfj­um og áfengi.

„Ég á mína áfalla­sögu sem barn og ég á mína áfalla­sögu sem ung­ling­ur og síðan leit­ar maður sér lyflækn­ing­ar á tán­ings­ár­um við óbæri­legu ástandi, og þar verður fyr­ir val­inu hug­breyt­andi efni, alkó­hól auðvitað fyrst,“ seg­ir Tolli í viðtal­inu. 

„Og ég gleymi því ekki þegar ég var stadd­ur uppi á göngu­deild Vogs uppi í Síðumúla, ég fór með dílern­um mín­um sem þá átti við áfeng­is­vanda að etja,“ seg­ir hann er hann lýs­ir aðdrag­anda sín­um inn í sína fyrstu ed­rú­mennsku.

„Ég er að díla við fíkni­sjúk­dóm og af­leiðing­ar til fjöru­tíu og tveggja ára ald­urs þar til ég fer upp í pontu á Vogi og segi: Ég heiti Þor­lák­ur og er alkó­hólisti,“ seg­ir Tolli um upp­lif­un sína er hann gekkst við sín­um alkó­hól­isma.

„Upp­lagið að verða ham­ingju­sam­ur er inn­byggt í kerf­un­um okk­ar, þetta er ekki lotte­rí eða hlut­skipti fárra eða sér­stakra, við erum öll byggð upp með get­una til að vera ham­ingju­söm,“ seg­ir hann um leið og hann fer með okk­ur inn í sitt and­lega ferðalag sem sneri að heil­un og nú­vit­und.

„Eina ástæðan fyr­ir því að ég fór að vinna inni í fang­els­un­um er að mér líður ekki vel, en ég finn það, að fara aust­ur og vinna með þeim þá er eitt­hvað að ger­ast í mér sem er bara vá,“ seg­ir hann í tengsl­um við sína tutt­ugu ára sam­felldu vinnu með föng­um á Litla-Hrauni.

Hann talaði um list­sköp­un­ina.

„Ég styðst auðvitað við hug­mynd­ir og þekk­ingu og ég styðst við arf­leifðina og ég styðst við það sem aðrir mál­ar­ar hafa gert á und­an mér. Ég er und­ir áhrif­um og allt það, en svo finn ég minn takt, ég er löngu bú­inn að finna hann skil­urðu? Og ég er svo­lítið að „surfa“ bara á eig­in spýt­ur.

Um leið og maður er með fókus á því að safna upp góðu karma, þá færðu út­borgað á hverj­um degi, þetta er næs hérna núna og svo áttu kannski happa­drætt­ismiða þegar þú ferð,“ seg­ir hann í lok­in en topp­ar þetta svo með að segja „að dauðinn er stærsta tæki­færi lífs þíns“.

Þátt­inn er hægt að hlusta á í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is og horfa á hann á YouTu­be: 



mbl.is