Grillaður úrvalshamborgari með beikoni og frönskum

Uppskriftir | 29. apríl 2021

Grillaður úrvalshamborgari með beikoni og frönskum

Þessi uppskrift er með þeim einfaldari en gæðahráefni er það sem tryggir útkomuna. Notast er við hamborgara með 30% fituinnihaldi sem gerir borgarann einstaklega mjúkan og góðan úr íslensku nautakjöti.

Grillaður úrvalshamborgari með beikoni og frönskum

Uppskriftir | 29. apríl 2021

00:00
00:00

Þessi upp­skrift er með þeim ein­fald­ari en gæðahrá­efni er það sem trygg­ir út­kom­una. Not­ast er við ham­borg­ara með 30% fitu­inni­haldi sem ger­ir borg­ar­ann ein­stak­lega mjúk­an og góðan úr ís­lensku nauta­kjöti.

Þessi upp­skrift er með þeim ein­fald­ari en gæðahrá­efni er það sem trygg­ir út­kom­una. Not­ast er við ham­borg­ara með 30% fitu­inni­haldi sem ger­ir borg­ar­ann ein­stak­lega mjúk­an og góðan úr ís­lensku nauta­kjöti.


Grillaður úr­vals­ham­borg­ari með bei­koni og frönsk­um
  • Hag­kaups-grill­borg­ari með 30% fitu
  • kart­öflu­brauð frá Myll­unni
  • Sweet Baby Ray's Sweet & Spicy BBQ Sauce
  • Stokes Burger Rel­ish
  • tóm­at­ar
  • ag­úrk­ur
  • rauðlauk­ur
  • paprika
  • marí­bóost­ur í sneiðum
  • bei­kon
  • steik­ar- og grill­krydd frá Íslands­nauti
  • ferskt sal­at
  • Ca­vend­ish Crispy Classic-fransk­ar

Þessi gerð af ham­borg­ur­um kem­ur í þægi­leg­um neyt­endaum­búðum. Þeir eru mjög þétt­ir og sum­ir vilja fletja þá út en það er al­gjör­lega smekks­atriði. Það var ekki gert hér.

Kryddið borg­ar­ana með steik­ar- og grill­kryddi.

Skerið niður græn­metið.

Setjið ham­borg­ar­ann, bei­konið, rauðlauk­inn og paprik­una á grillið. Ham­borg­ar­inn er grillaður eft­ir smekk eða 3-5 mín­út­ur á hvorri hlið. Penslið með BBQ-sósu.

Grillið græn­metið þar til það eru komn­ar fal­leg­ar grill­rend­ur í það.

Setjið ost­inn á borg­ar­ann. Á sama tíma er gott að setja brauðið ör­snöggt á grillið til að fá á það fal­leg­ar rend­ur.

Takið af grill­inu og setjið borg­ar­ann sam­an.

Með ham­borg­ar­an­um eru hafðar fransk­ar. Snjallt er að setja þær inn í ofn meðan verið er að und­ir­búa borg­ar­ann. Ekki skemm­ir fyr­ir að hafa frönsk­urn­ar leng­ur inni í ofn­in­um og á hærri hita. Fylg­ist vel með þeim en þær verða sér­lega stökk­ar og góðar.

Gott ráð varðandi borg­ar­ana

Gott er að fletja þá út þegar búið er að taka þá úr umbúðunum. Þá annaðhvort létt með hönd­un­um eða ef fólk vill frem­ur nota ham­borg­ara­pressu eða sam­bæri­legt áhald.

Þegar borg­ur­un­um er pakkað þá press­ast þeir þétt sam­an. Mörg­um þykja þeir best­ir þannig en það er auðvitað smekks­atriði eins og gef­ur að skilja.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

mbl.is