Fyrsta áætlunarflug Icelandair til Tenerife leggur af stað nú í morgunsárið frá Keflavík. Um er að ræða nýjan áfangastað í leiðakerfi Icelandair en flogið verður vikulega í maímánuði. Áætlanir gera ráð fyrir að flogið verði tvisvar til þrisvar í viku þegar dregið hefur úr áhrifum kórónuveirufaraldursins og ferðatakmarkanir hafa verið rýmkaðar.
Fyrsta áætlunarflug Icelandair til Tenerife leggur af stað nú í morgunsárið frá Keflavík. Um er að ræða nýjan áfangastað í leiðakerfi Icelandair en flogið verður vikulega í maímánuði. Áætlanir gera ráð fyrir að flogið verði tvisvar til þrisvar í viku þegar dregið hefur úr áhrifum kórónuveirufaraldursins og ferðatakmarkanir hafa verið rýmkaðar.
Fyrsta áætlunarflug Icelandair til Tenerife leggur af stað nú í morgunsárið frá Keflavík. Um er að ræða nýjan áfangastað í leiðakerfi Icelandair en flogið verður vikulega í maímánuði. Áætlanir gera ráð fyrir að flogið verði tvisvar til þrisvar í viku þegar dregið hefur úr áhrifum kórónuveirufaraldursins og ferðatakmarkanir hafa verið rýmkaðar.
„Í gegnum tíðina höfum við einungis flogið til Kanaríeyja í leiguflugi fyrir íslenskar ferðaskrifstofur. Við höfum hins vegar lengi horft til þess að bæta Tenerife við flugáætlun okkar enda vinsæll áfangastaður á meðal Íslendinga sem fellur vel að leiðakerfi Icelandair. Við höfum fengið mjög góð viðbrögð síðan tilkynnt var um þessa viðbót,“ er haft eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair Group, í tilkynningu.
Icelandair stefnir á að auka flugið jafnt og þétt í maí og júní en auk Tenerife mun Icelandair hefja flug á ný til Munchen, New York, Seattle, Chicago, Denver og Washington í maímánuði.