Frakkar hóta að myrkva Jersey

Brexit | 6. maí 2021

Frakkar hóta að myrkva Jersey

Franska ríkisstjórnin hefur varað Breta við því að hún gæti gripið til þess ráðs að rjúfa rafmagn til bresku Ermarsundseyjarinnar Jersey vegna deilna um fiskveiðiréttindi í kjölfar Brexit-samningsins.

Frakkar hóta að myrkva Jersey

Brexit | 6. maí 2021

Breskur sjómaður beinir trollinu sína leið á veiðum undan suðvesturströnd …
Breskur sjómaður beinir trollinu sína leið á veiðum undan suðvesturströnd Englands. AFP

Franska ríkisstjórnin hefur varað Breta við því að hún gæti gripið til þess ráðs að rjúfa rafmagn til bresku Ermarsundseyjarinnar Jersey vegna deilna um fiskveiðiréttindi í kjölfar Brexit-samningsins.

Franska ríkisstjórnin hefur varað Breta við því að hún gæti gripið til þess ráðs að rjúfa rafmagn til bresku Ermarsundseyjarinnar Jersey vegna deilna um fiskveiðiréttindi í kjölfar Brexit-samningsins.

Sjávarútvegsráðherrann Annick Girardin sagði í franska þinginu að nýjar reglur um veiðistýringu við eyjarnar í Ermarsundi væru óviðunandi. Sagði hún Frakka „tilbúna að beita... hefndaraðgerðum“ í samræmi við samning um viðskipti Evrópusambandsins (ESB) og Frakka eftir Brexit. „Það er leitt að til þessa skyldi koma en við verðum að gera það ef við verðum.“ Jersey er stærst Ermarsundseyjanna og fær um 95% raforku sinnar um neðansjávarstreng frá Frakklandi.

„Einskis verðar“ aflaheimildir

Sjávarútvegsráðuneytið í París segir Breta hafa kynnt til sögu „nýjar tæknilegar útfærslur“ við úthlutun aflaheimilda við eyjarnar fyrrnefndu sem þeir hafa ekki komið á framfæri við ESB. Því væru þær „einskis verðar“.

Þessar nýjustu yfirlýsingar þykja til marks um stigmögnun deilnanna um fiskveiðiréttindi sem voru einn helsti ásteytingarsteinn í viðræðum um samskiptin eftir útgönguna. Franskir sjómenn hafa kvartað undan því að þeim hafi verið útskúfað úr breskri efnahagslögsögu vegna þessu hversu erfitt sé að verða sér úti um aflaheimildir. Forsenda þess að fá kvóta samkvæmt samningi ESB, segja þeir, er að geta sýnt fram á veiðisögu á svæðinu. Ráðamenn einir á Jersey geta úthlutað veiðiheimildum í lögsögu eyjunnar og frá og með síðustu viku eru allar veiðar þar bundnar leyfi.

Á föstudaginn var deildi stjórn Jersey út 41 veiðileyfi til franskra fiskiskipa sem búin eru staðsetningarbúnaði þann veg að hægt er að fylgjast með ferðum þeirra. Franska stjórnin segir að böggull hafi fylgt skammrifi og Bretar gert kröfur til skipanna sem útgerðarmönnum þeirra hafi ekki verið gerð grein fyrir áður.

Sjávarútvegsráðuneytið í París segir nýju reglurnar „mæla fyrir um hvert skip geta farið og hvert ekki“ ásamt því hversu marga daga þeir geti verið í lögsögunni. „Þetta er ótækt með öllu,“ sagði frú Girardin. „Samþykkjum við þetta fyrirkomulag fyrir Jersey mun það vinna gegn aðgangi okkar alls staðar annars staðar.“

Samtímis þessu hafa útflytjendur sjávarfangs í Bretlandi goldið hart fyrir bann ESB við útflutningi lifandi skelfisks frá Bretlandi. Mikill meirihluti þessara fyrirtækja er skoskur og við mörgum þeirra blasir fátt annað en gjaldþrot.

Bretum hefur og enn sem komið er mistekist að ná nýjum fiskveiðisamningi við Norðmenn. Af þeirri ástæðu fá breskir togarar ekki sótt í þorsk undan ströndum Norður-Noregs.

mbl.is