Grillað lambalæri eins og það gerist best

Uppskriftir | 6. maí 2021

Grillað lambalæri eins og það gerist best

Grillað lambalæri er hin fullkomna grillmáltíð því vel eldað lambakjöt er eins og við vitum – algjört sælgæti.

Grillað lambalæri eins og það gerist best

Uppskriftir | 6. maí 2021

00:00
00:00

Grillað lamba­læri er hin full­komna grill­máltíð því vel eldað lamba­kjöt er eins og við vit­um – al­gjört sæl­gæti.

Grillað lamba­læri er hin full­komna grill­máltíð því vel eldað lamba­kjöt er eins og við vit­um – al­gjört sæl­gæti.

Að grilla lamba­læri er frem­ur ein­falt, þá ekki síst ef heim­ilið býr svo vel að eiga kjarn­hita­mæli. Meðlætið er eins ein­falt og hugs­ast get­ur. Grill­kart­öfl­urn­ar leika þar stórt hlut­verk og ekk­ert verið að flækja ein­fald­an hlut. Með kart­öfl­un­um er svo löguð ein­föld sósa úr sýrðum rjóma og stein­selju. Grillaður maís og síðan plóm­ur sem búið er að skera í helm­inga og setja hun­ang yfir. Punkt­ur­inn yfir i-ið eru síðan portobello-svepp­irn­ir sem búið er að fylla með frönsk­um ca­m­em­bert-osti.

Grillað lamba­læri eins og það ger­ist best

  • Grilllæri frá Hag­kaup sem búið er að mar­in­era með ís­lensk­um kryd­d­jurt­um.
  • Bök­un­ar­kart­öfl­ur
  • Fersk­ur maís
  • Plóm­ur
  • Hun­ang
  • Pip­arostasósa
  • BBQ-sósa: Famous Dave Texas Dip

Dress­ing:

  • Sýrður rjómi
  • Fersk stein­selja

Aðferð:

  1. Hitið grillið upp í miðlungs­hita og setjið lærið á það. Æskilegt er að kjötið sé við stofu­hita þegar það fer á grillið.
  2. Snúið lær­inu reglu­lega (á 15-20 mín­útna fresti) uns kjarn­hit­inn er kom­inn upp í 65 gráður. Penslið reglu­lega með BBQ-sósu.
  3. Á sama tíma skal byrja að grilla kart­öfl­urn­ar en gott er að for­baka þær í ofni þar sem þær þurfa tölu­vert lang­an tíma til að verða geg­neldaðar.
  4. Hreinsið maís­inn og sjóðið í nokkr­ar mín­út­ur til að hann þurfi styttri tíma á grill­inu. Setjið því næst á grillið.
  5. Hreinsið stilk­inn og skafið inn­an úr svepp­un­um. Skerið ost­inn í sneiðar og raðið inn í svepp­inn.
  6. Skerið plóm­urn­ar í tvennt. Fjar­lægið stein­inn og hellið hun­angi yfir.
  7. Hitið sós­una upp í potti.
  8. Setjið maís­inn, svepp­ina og plóm­urn­ar á grillið og grillið uns til­búið.
  9. Takið af grill­inu, gott er að láta kjötið hvíla um stund áður en það er borið fram en hér er öll­um matn­um raðað á eitt fat og borið fram þannig.
  10. Afar ein­föld en al­gjör­lega frá­bær máltíð.

All­ir grilla er sam­starfs­verk­efni Mat­ar­vefs mbl.is og Hag­kaups.

mbl.is