Þrír fréttamenn frá Mjanmar hafa verið ákærðir af taílenskum stjórnvöldum fyrir að koma til Taílands með ólöglegum hætti. Fréttamennirnir voru að sögn að flýja ofsóknir mjanmörsku herforingjastjórnarinnar og segja fréttamennirnir að líf þeirra er í hættu ef þeir eru neyddir til þess að fara aftur til Mjanmar.
Þrír fréttamenn frá Mjanmar hafa verið ákærðir af taílenskum stjórnvöldum fyrir að koma til Taílands með ólöglegum hætti. Fréttamennirnir voru að sögn að flýja ofsóknir mjanmörsku herforingjastjórnarinnar og segja fréttamennirnir að líf þeirra er í hættu ef þeir eru neyddir til þess að fara aftur til Mjanmar.
Þrír fréttamenn frá Mjanmar hafa verið ákærðir af taílenskum stjórnvöldum fyrir að koma til Taílands með ólöglegum hætti. Fréttamennirnir voru að sögn að flýja ofsóknir mjanmörsku herforingjastjórnarinnar og segja fréttamennirnir að líf þeirra er í hættu ef þeir eru neyddir til þess að fara aftur til Mjanmar.
Breska ríkisútvarpið greindi frá þessu.
Fréttamennirnir starfa fyrir mjanmarska útvarpsmiðilinn Lýðræðisrödd Búrma en herforingjastjórnin hefur meinað miðlinum að starfa í Mjanmar. Miðillinn hefur biðlað til taílenskra yfirvalda um að senda ekki fréttamennina úr landi og beðið Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagið um að veita fréttamönnunum aðstoð.
Ýmiss samtök, þar á meðal Mannréttindavaktin og Félag erlendra fréttamanna í Taílandi, hafa hafa einnig komið fréttamönnunum til varnar og benda á að þeir verða handteknir og ofsóttir af herforingjastjórninni ef þeir eru sendir aftur til Mjanmar.
Að sögn breska ríkisútvarpsins hafa tugir fréttamanna verið handteknir af herforingjastjórninni í Mjanmar frá því herinn rændi völdum þann 1. febrúar. Öryggissveitir stjórnarinnar hafa drepið meira en 700 manns og handtekið þúsundir. Vitnisburðir eru af því að fangar séu pyntaðir meðan þeir eru í varðhaldi og hafa einhverjir þeirra látist af sárum sínum.