Maí hefur löngum verið minn uppáhaldsmánuður. Vorboðinn mikli, sólardagar, próflok, von, allt verður grænna með degi hverjum og þar fram eftir götum.
Maí hefur löngum verið minn uppáhaldsmánuður. Vorboðinn mikli, sólardagar, próflok, von, allt verður grænna með degi hverjum og þar fram eftir götum.
Maí hefur löngum verið minn uppáhaldsmánuður. Vorboðinn mikli, sólardagar, próflok, von, allt verður grænna með degi hverjum og þar fram eftir götum.
Nú í maí fáum við einnig að tengjast íslensku menningarlífi náið þar sem borgarhátíðin HönnunarMars fer fram í maí. Ýmsir list- og menningarviðburðir eru fram undan til að gleðja okkur, örva sköpunargleðina, minna okkur á ýmsar víddir lífsins og einfaldlega njóta.
Útskriftarsýningar nema við Listaháskólann eru einnig á döfinni nú í maí og því ætti engum menningarunnanda að leiðast og þeir sem hafa áhuga á að sjá og upplifa eitthvað nýtt og kynnast nýjum hliðum íslensks menningarlífs hafa nú mörg tækifæri til þess.
Ég rakst á mjög fallegan texta á heimasíðu HönnunarMars sem mig langaði til að deila, ásamt því að hvetja ykkur til að hafa augun opin á komandi vikum, upplifa eitthvað nýtt og leyfa sér að sjá en ekki bara horfa.
„HönnunarMars er boðberi bjartsýni og skapandi krafta í samfélaginu. Þar gefst tækifæri til að beina sjónum að hönnun sem drifkrafti til nýsköpunar og sýna hversu mikilvægu hlutverki þessar greinar gegna í samfélaginu.“
Áfram bjartsýni og skapandi kraftar! Hægt er að nálgast dagskrána inni á www.honnunarmars.is og ég óska ykkur dásamlegs dags í sólinni.