„Ég elska Godzillu mjög mikið“

BÍó - Kvikmyndahlaðvarp | 13. maí 2021

„Ég elska Godzillu mjög mikið“

Risagórillan King Kong og risaeðlan Godzilla eru til umfjöllunar í nýjasta þætti kvikmyndahlaðvarpsins Bíós. Brynja Hjálmsdóttir, sérlegur áhugamaður um skrímslin, ræðir við umsjónarmann um bíómyndina Godzilla vs. Kong. 

„Ég elska Godzillu mjög mikið“

BÍó - Kvikmyndahlaðvarp | 13. maí 2021

Godzilla í myndinni um Godzilla og King Kong.
Godzilla í myndinni um Godzilla og King Kong.

Risagórillan King Kong og risaeðlan Godzilla eru til umfjöllunar í nýjasta þætti kvikmyndahlaðvarpsins Bíós. Brynja Hjálmsdóttir, sérlegur áhugamaður um skrímslin, ræðir við umsjónarmann um bíómyndina Godzilla vs. Kong. 

Risagórillan King Kong og risaeðlan Godzilla eru til umfjöllunar í nýjasta þætti kvikmyndahlaðvarpsins Bíós. Brynja Hjálmsdóttir, sérlegur áhugamaður um skrímslin, ræðir við umsjónarmann um bíómyndina Godzilla vs. Kong. 

„Ég elska Godzillu mjög mikið,“ segir Brynja um eðluna sem á sér mikinn fjölda aðdáenda og bendir hún á að austrið og vestrið mætist í myndinni, Godzilla upphaflega japanskt fyrirbæri og King Kong bandarískt þó svo górillan hafi fundist á Skull Island, þ.e. Hauskúpueyju. 

Brynja er býsna hrifin af nýju myndinni sem hefur gert það gott í bíóum víða um lönd, enda sumarmynd með stóru s-i. Brynja segist lengur hafa haft áhuga á Godzillu en King Kong enda ólík kvikindi og heimurinn í kringum Godzillu öllu íburðarmeiri. Fjöldi kvikmynda er til um bæði skrímsli og hafa þau mæst áður í kvikmyndasögunni með tilheyrandi eyðileggingu.

Kvikmyndarýnir Morgunblaðsins, Gunnar Ragnarsson, var nokkuð sáttur við Godzilla vs. Kong á dögunum og gaf þrjár stjörnur af fimm mögulegum.  

Nýjasta þátt hlaðvarpsins Bíó má finna hér fyrir neðan. 

mbl.is