Grillaðir kjúklingavængir með bestu gráðostasósunni

Uppskriftir | 13. maí 2021

Grillaðir kjúklingavængir með bestu gráðostasósunni

Kjúklingavængir eru í miklu uppáhaldi hjá flestum grillurum og matgæðingum landsins enda mikil kúnst að búa til góða vængi. Þegar það tekst vel er útkoman iðulega veisla fyrir bragðlaukana þar sem margslungið bragð dansar tangó á tunginni... eða svo gott sem.

Grillaðir kjúklingavængir með bestu gráðostasósunni

Uppskriftir | 13. maí 2021

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:59
Loaded: 10.77%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:59
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Kjúk­linga­væng­ir eru í miklu upp­á­haldi hjá flest­um grill­ur­um og mat­gæðing­um lands­ins enda mik­il kúnst að búa til góða vængi. Þegar það tekst vel er út­kom­an iðulega veisla fyr­ir bragðlauk­ana þar sem marg­slungið bragð dans­ar tangó á tung­inni... eða svo gott sem.

Kjúk­linga­væng­ir eru í miklu upp­á­haldi hjá flest­um grill­ur­um og mat­gæðing­um lands­ins enda mik­il kúnst að búa til góða vængi. Þegar það tekst vel er út­kom­an iðulega veisla fyr­ir bragðlauk­ana þar sem marg­slungið bragð dans­ar tangó á tung­inni... eða svo gott sem.

Hér voru grillaðir væng­ir en að auki vor­um við með bring­ur sem við skár­um niður í strimla og mar­in­eruðum á sama hátt og væng­ina. Útkom­an var upp á tíu því væng­irn­ir voru frá­bær­ir en fyr­ir þá sem elska bragðið en nenna ekki að naga sig mátt­lausa var bringu­kjötið hrein­asta unun.

Korn­brauðið var skemmti­leg til­raun sem kom á óvart og und­ir­rituð hefði aldrei trúað því hvað það er gott á bragðið. Gráðostasós­an var svo hreint ekki venju­leg og er nán­ast hægt að full­yrða að hér sé ein besta gráðostasósa allra tíma á ferðinni.

Grillaðir kjúk­linga­væng­ir með bestu gráðostasós­unni

  • Kjúk­linga­væng­ir
  • Kjúk­linga­bring­ur
  • Famous Dav­e's Roa­sted Chicken Coun­try Sea­son­ing
  • Sweet Baby Ray Buffalo
  • Wing Mar­ina­de
  • Famous Dav­e's Sweet & Zesty BBQ
  • 18% sýrður rjómi
  • maj­ónes
  • Saint Agur Blue Cheese
  • sell­e­rí
  • gul­ræt­ur
  • Famous Dav­e's Signature
  • Spicy Pickles Spe­ars
  • Famous Dav­e's Corn Bread Mix

Aðferð:

Byrjið á því að skera fram­an af vængj­un­um og skera bring­urn­ar niður. Setjið í skál og kryddið vel. Setjið því næst vel af buffalo-sós­unni yfir og blandið vel sam­an. Ekki er verra ef kjúk­ling­ur­inn fær að bíða þannig ein­hverja stund.

Á meðan skal setja inni­haldið úr maís­brauðsblönd­unni í skál og bæta eggi, mjólk og vatni við sam­kvæmt leiðbein­ing­um á umbúðum. Hrærið og setjið í múffu­form. Bakið sam­kvæmt leiðbein­ing­um.

Setjið jöfn hlut­föll af osti, maj­ónesi og sýrðum rjóma í skál og blandið sam­an.

Skerið niður sell­e­rí og gul­ræt­ur og setjið í skál.

Grillið því næst kjúk­ling­inn í um það bil 15 mín­út­ur. Penslið rausn­ar­lega með BBQ-sósu og snúið reglu­lega á grill­inu.

mbl.is