Brauðtertan sem brýtur allar reglur

Uppskriftir | 14. maí 2021

Brauðtertan sem brýtur allar reglur

Að skreyta brauðtertu er mikil kúnst og hér er ein sérdeilis lekker sem kemur úr smiðju Berglindar Hreiðars á Gotteri.is.

Brauðtertan sem brýtur allar reglur

Uppskriftir | 14. maí 2021

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Að skreyta brauðtertu er mikil kúnst og hér er ein sérdeilis lekker sem kemur úr smiðju Berglindar Hreiðars á Gotteri.is.

Að skreyta brauðtertu er mikil kúnst og hér er ein sérdeilis lekker sem kemur úr smiðju Berglindar Hreiðars á Gotteri.is.

„Mér finnst ótrúlega gaman að skreyta slíkar tertur enda er ég soddan kökuskreytinganörd en það er jafnframt tímafrekasti parturinn. Að hræra í salat og smyrja á milli tekur alls ekki langan tíma en mikið sem það er síðan gaman að nostra aðeins við skreytinguna," segir Berglind um kökuna fögru. 

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Laxabrauðterta uppskrift

  • Brauðtertubrauð (löng x 3 stykki af 6)
  • Laxasalat (sjá uppskrift hér að neðan)
  • Eggjahræra (sjá uppskrift hér að neðan)
  • Majónes, reyktur lax, egg, klettasalat og radísur til skrauts

Eggjahræra

  • 6 egg
  • 60 ml rjómi
  • Ólífuolía til steikingar
  • Salt og pipar
  1. Hrærið saman egg og rjóma í stóra skál.
  2. Hitið ólífuolíu á pönnu og búið til eggjahræru, leyfið henni að kólna á meðan laxasalat og annað er undirbúið.

Laxasalat

  • 250 g reyktur lax
  • 8 harðsoðin egg
  • 200 g Hellmann‘s majónes
  • 100 g sýrður rjómi
  • 2 msk. saxaður vorlaukur
  • Aromat, salt og pipar eftir smekk
  1. Saxið laxinn smátt niður og skerið eggin á tvo vegu í eggjaskera svo úr verði litlir bitar.
  2. Blandið öllu saman í skál og smakkið til með kryddunum.

Samsetning

  1. Skerið skorpuna af þremur löngum brauðtertusneiðum.
  2. Setjið helminginn af laxasalatinu á fyrstu sneiðina.
  3. Leggið aðra brauðsneið yfir salatið og smyrjið með þunnu lagi af majónesi, raðið eggjahrærunni eins jafnt og þið getið yfir þá brauðsneið og setjið þá þriðju brauðsneiðina ofan á.
  4. Nú fer restin af laxasalatinu ofan á þriðju sneiðina.
  5. Smyrjið hliðarnar með þunnu lagi af majónesi og skreytið með reyktum laxi, harðsoðnu eggi og klettasalati ásamt því að skreyta aðeins ofan á salatinu líka.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita ...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
Majónesið spilar lykilhlutverk þegar það kemur að brauðtertugerð, bæði fyrir …
Majónesið spilar lykilhlutverk þegar það kemur að brauðtertugerð, bæði fyrir salatið og til að smyrja hana að utan fyrir skreytingu. Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is