Sú var tíðin að íslenskir kylfingar skelltu sér í golfferðir til Evrópu á vorin til að þjófstarta golftímabilinu. Evrópska vorið er engu líkt og golfvellirnir iðagrænir um alla álfuna. Hins vegar í vor, líkt og í fyrra, hafa ferðatakmarkanir vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda komið í veg fyrir að kylfingar gætu nælt sér í fugla á golfvöllum erlendis. Golfferð flokkast víst ekki sem nauðsynlegt ferðalag utan.
Sú var tíðin að íslenskir kylfingar skelltu sér í golfferðir til Evrópu á vorin til að þjófstarta golftímabilinu. Evrópska vorið er engu líkt og golfvellirnir iðagrænir um alla álfuna. Hins vegar í vor, líkt og í fyrra, hafa ferðatakmarkanir vegna sóttvarnaaðgerða stjórnvalda komið í veg fyrir að kylfingar gætu nælt sér í fugla á golfvöllum erlendis. Golfferð flokkast víst ekki sem nauðsynlegt ferðalag utan.
Fyrir vikið hefur ásókn á golfvelli höfuðborgarsvæðinu verið slík að vinsælir rástímar þurrkast upp á nokkrum sekúndum þegar opnað er fyrir bókanir á netinu. Vinsælustu rástímarnir eru frá klukkan 15:30 til klukkan 17:00. Það er ræst út á tíu mínútna fresti og í hvert skipti eru fjórir kylfingar ræstir af stað. Það komast því 24 kylfingar út á völl á klukkutíma fresti.
Í dag eru skráðir félagar í Golfklúbbi Reykjavíkur rúmlega 3.000 manns. Það er því nokkuð ljóst að færri komast að en vilja. Dæmi eru um að fleiri klúbbar á höfuðborgarsvæðinu séu að glíma við sama vandamál.
í þessu samhengi ákvað blaðamaður að kynna sér möguleika á golfferð innanlands að vori.
Vestmannaeyjar – La Gomera Íslands
Golf í Vestmannaeyjum er einstök upplifun.
Skjáskot/Instagram
- Staðsetning – Samkvæmt nýlegri könnun eru Eyjamenn hamingjusömustu Íslendingarnir. Það er því tilvalið að heimsækja Heimaey svona einu sinni þegar eyjan er ekki troðfull af þjóðhátíðargestum eða fótboltaforeldrum til að upplifa sanna hamingju innfæddra. Á fallegum sumardegi (í logni) er bátsferðin með Herjólfi einstök og nú eru Eyjamenn komnir með móttökunefnd í aðsiglingu, tvo mjaldra.
- Golfvöllur – Að spila golf í Vestmannaeyjum minnir um margt á eyjuna La Gomera á Kanaríeyjum. Lítil eldfjallaeyja þar sem andrúmsloftið er afslappað og útsýnið ótrúlegt. Fyrir nokkru gerði golftímaritið GolfDigest flotta úttekt á vellinum.
- Matur og drykkur – Ef þú ferð til Eyja þá mælum við með að panta borð á Slippnum. Slippurinn er einn rómaðist veitingastaður landsins. Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumeistari rekur Slippinn, hefur hann nýverið opnað Sælkerabúð gegnt Slippnum að Strandvegi 79.
- Gisting – Hótel Vestmannaeyjar.
Vík í Mýrdal
Vík í Mýrdal.
Sigurður Bogi Sævarsson
- Staðsetning – Vík er einn af fallegari dreifbýliskjörnum landsins, á sólríkum degi. En vegna ágengni ferðamanna síðustu ára hefur reynst erfitt fyrir landsmenn að njóta þess sem bærinn hefur upp á að bjóða.
- Golfvöllur – Völlurinn er 9 holur, girtur hamrabelti með útsýni á Hjörleifshöfða og Reynisdranga. Sex af níu brautum vallarins eru byggðar í sandbrekku undir Víkurhömrum. Fyrsta hola vallarins er eina par 6 hola landsins, 600 metrar af gulum teig.
- Matur og drykkur – Smiðjan Brugghús er hin fullkomna 19. hola. Þægilegt andrúmsloft og góðir bjórar og hamborgarar. Ef þú sækist eftir einhverju aðeins fínna, þá mælum við með veitingahúsinu Suður-Vík sem er staðsett í afar fallegu og listilega endurbættu húsi fyrir ofan bæinn.
- Gisting – Hótel Kría er stórglæsilegt hótel í tveggja mínútna göngufæri frá fyrsta teig.
Borgarnes - Hamarsvöllur
Hamarsvöllur í Borgarfirði.
Skjáskot/Facebook
- Staðsetning – Sveitir Borgarfjarðar hafa margt upp á að bjóða. Eftir golf er til dæmis hægt að kíkja á öflugasta hver Evrópu, Deildartunguhver í Reykholtsdal, og steinsnar frá hverunum er svo baðlaugin Krauma.
- Golfvöllur – Frábær 18 holu golfvöllur í klukkutíma akstri frá höfuðborgarsvæðinu. Völlurinn er fjölbreyttur þar sem fjöldi trjáa og hamrar setja svip sinn á völlinn. Upplifunin er eins og á fyrsta flokks golfvallarhóteli erlendis.
- Matur og drykkur – Icelandair Hótel Hamar.