Grillað rib-eye með ómótstæðilegu meðlæti

Uppskriftir | 20. maí 2021

Grillað rib-eye með ómótstæðilegu meðlæti

Það þótti stórfrétt á dönskum dögum nýverið þegar boðið var upp á hágæðakjöt frá Danish Crown sem flutt var ófrosið til landsins  beint til neytenda. Að þessu sinni var grilluð úrvals dönsk rib-eye-steik sem bráðnaði í munni og ekki spillti meðlætið fyrir. Hér var lagt upp með einfaldleikann og fékk bragðið að njóta sín. Ferskur aspas með góðri olíu og salti er algjört sælgæti og við mælum heilshugar með. Sveppirnir og sætkartöflurnar voru síðan alveg upp á tíu og flokkast sem uppáhaldsmeðlæti hér eftir. 

Grillað rib-eye með ómótstæðilegu meðlæti

Uppskriftir | 20. maí 2021

Það þótti stórfrétt á dönskum dögum nýverið þegar boðið var upp á hágæðakjöt frá Danish Crown sem flutt var ófrosið til landsins  beint til neytenda. Að þessu sinni var grilluð úrvals dönsk rib-eye-steik sem bráðnaði í munni og ekki spillti meðlætið fyrir. Hér var lagt upp með einfaldleikann og fékk bragðið að njóta sín. Ferskur aspas með góðri olíu og salti er algjört sælgæti og við mælum heilshugar með. Sveppirnir og sætkartöflurnar voru síðan alveg upp á tíu og flokkast sem uppáhaldsmeðlæti hér eftir. 

Það þótti stórfrétt á dönskum dögum nýverið þegar boðið var upp á hágæðakjöt frá Danish Crown sem flutt var ófrosið til landsins  beint til neytenda. Að þessu sinni var grilluð úrvals dönsk rib-eye-steik sem bráðnaði í munni og ekki spillti meðlætið fyrir. Hér var lagt upp með einfaldleikann og fékk bragðið að njóta sín. Ferskur aspas með góðri olíu og salti er algjört sælgæti og við mælum heilshugar með. Sveppirnir og sætkartöflurnar voru síðan alveg upp á tíu og flokkast sem uppáhaldsmeðlæti hér eftir. 

Grillað rib-eye með ómótstæðilegu meðlæti

  • Rib-eye-steikur frá Danish Crown
  • ferskur aspas
  • sætar kartöflur
  • sveppir
  • hvítlaukur
  • parmesansósa frá Hagkaup
  • SPG-krydd frá Hagkaup
  • Olio Nitti-olía
  • gott sjávarsalt
  • ferskt timían
  • Saus Guru Original BBQ-sósa

Aðferð:

  1. Kryddið kjötið með SPG-kryddinu báðum megin. 
  2. Skerið endana af aspasinum, um það bil 5-7 sm. Setjið á disk og hellið olíu yfir og salti.
  3. Afhýðið sætu kartöflurnar og skerið í um það bið 8 mm sneiðar. Skerið sveppina í helminga. Setjið í fat og hellið vel af olíu yfir ásamt salti. Rífið niður tvö hvítlauksrif og blandið síðan vel saman. 
  4. Steik­urn­ar grillaðar við full­an hita í 3 mínútur á hvorri hlið. Steikurnar færðar af mesta hitanum og látnar eldast á grindinni fyrir ofan eða fjarri mesta hitanum í 5-10 mínútur. Penslið með BBQ-sósu. 
  5. Aspasinn, sveppirnir og sætkartöflurnar grillaðar uns fallegar rendur eru komnar og gænmetið er tilbúið. 
  6. Berið fram með parmesansósu.
mbl.is