Grillað rib-eye með ómótstæðilegu meðlæti

Uppskriftir | 20. maí 2021

Grillað rib-eye með ómótstæðilegu meðlæti

Það þótti stórfrétt á dönskum dögum nýverið þegar boðið var upp á hágæðakjöt frá Danish Crown sem flutt var ófrosið til landsins  beint til neytenda. Að þessu sinni var grilluð úrvals dönsk rib-eye-steik sem bráðnaði í munni og ekki spillti meðlætið fyrir. Hér var lagt upp með einfaldleikann og fékk bragðið að njóta sín. Ferskur aspas með góðri olíu og salti er algjört sælgæti og við mælum heilshugar með. Sveppirnir og sætkartöflurnar voru síðan alveg upp á tíu og flokkast sem uppáhaldsmeðlæti hér eftir. 

Grillað rib-eye með ómótstæðilegu meðlæti

Uppskriftir | 20. maí 2021

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:59
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:59
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Það þótti stór­frétt á dönsk­um dög­um ný­verið þegar boðið var upp á hágæðakjöt frá Dan­ish Crown sem flutt var ófrosið til lands­ins  beint til neyt­enda. Að þessu sinni var grilluð úr­vals dönsk rib-eye-steik sem bráðnaði í munni og ekki spillti meðlætið fyr­ir. Hér var lagt upp með ein­fald­leik­ann og fékk bragðið að njóta sín. Fersk­ur asp­as með góðri olíu og salti er al­gjört sæl­gæti og við mæl­um heils­hug­ar með. Svepp­irn­ir og sæt­kart­öfl­urn­ar voru síðan al­veg upp á tíu og flokk­ast sem upp­á­haldsmeðlæti hér eft­ir. 

Það þótti stór­frétt á dönsk­um dög­um ný­verið þegar boðið var upp á hágæðakjöt frá Dan­ish Crown sem flutt var ófrosið til lands­ins  beint til neyt­enda. Að þessu sinni var grilluð úr­vals dönsk rib-eye-steik sem bráðnaði í munni og ekki spillti meðlætið fyr­ir. Hér var lagt upp með ein­fald­leik­ann og fékk bragðið að njóta sín. Fersk­ur asp­as með góðri olíu og salti er al­gjört sæl­gæti og við mæl­um heils­hug­ar með. Svepp­irn­ir og sæt­kart­öfl­urn­ar voru síðan al­veg upp á tíu og flokk­ast sem upp­á­haldsmeðlæti hér eft­ir. 

Grillað rib-eye með ómót­stæðilegu meðlæti

  • Rib-eye-steik­ur frá Dan­ish Crown
  • fersk­ur asp­as
  • sæt­ar kart­öfl­ur
  • svepp­ir
  • hvít­lauk­ur
  • par­mes­ansósa frá Hag­kaup
  • SPG-krydd frá Hag­kaup
  • Olio Nitti-olía
  • gott sjáv­ar­salt
  • ferskt timí­an
  • Saus Guru Orig­inal BBQ-sósa

Aðferð:

  1. Kryddið kjötið með SPG-krydd­inu báðum meg­in. 
  2. Skerið end­ana af asp­asin­um, um það bil 5-7 sm. Setjið á disk og hellið olíu yfir og salti.
  3. Afhýðið sætu kart­öfl­urn­ar og skerið í um það bið 8 mm sneiðar. Skerið svepp­ina í helm­inga. Setjið í fat og hellið vel af olíu yfir ásamt salti. Rífið niður tvö hvít­lauksrif og blandið síðan vel sam­an. 
  4. Steik­urn­ar grillaðar við full­an hita í 3 mín­út­ur á hvorri hlið. Steik­urn­ar færðar af mesta hit­an­um og látn­ar eld­ast á grind­inni fyr­ir ofan eða fjarri mesta hit­an­um í 5-10 mín­út­ur. Penslið með BBQ-sósu. 
  5. Asp­asinn, svepp­irn­ir og sæt­kart­öfl­urn­ar grillaðar uns fal­leg­ar rend­ur eru komn­ar og gæn­metið er til­búið. 
  6. Berið fram með par­mes­ansósu.
mbl.is