Áætla tvöföldun brottfara í júní

Sviptivindar í flugrekstri | 21. maí 2021

Áætla tvöföldun brottfara í júní

Áætlað er að fjöldi brottfara á Keflavíkurflugvelli í júnímánuði í ár muni tvöfaldast miðað við fjöldann í fyrra. Þetta kemur fram í svari Isavia við skriflegri fyrirspurn mbl.is. „Þetta eru þó ekki endanlegar tölur þar sem flugfélög eru mörg hver enn ekki búin að fastsetja sínar ákvarðanir og eru að hinkra eftir t.d. nánari upplýsingum um atriði eins og reglur á landamærum og litakóðunarkerfi,“ er haft eftir Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa Isavia.

Áætla tvöföldun brottfara í júní

Sviptivindar í flugrekstri | 21. maí 2021

Vél Delta Airlines á Keflavíkurflugvelli. Flugfélagið hefur ákveðið að hefja …
Vél Delta Airlines á Keflavíkurflugvelli. Flugfélagið hefur ákveðið að hefja flug milli Boston og Íslands í dag. Sigurður Unnar Ragnarsson

Áætlað er að fjöldi brottfara á Keflavíkurflugvelli í júnímánuði í ár muni tvöfaldast miðað við fjöldann í fyrra. Þetta kemur fram í svari Isavia við skriflegri fyrirspurn mbl.is. „Þetta eru þó ekki endanlegar tölur þar sem flugfélög eru mörg hver enn ekki búin að fastsetja sínar ákvarðanir og eru að hinkra eftir t.d. nánari upplýsingum um atriði eins og reglur á landamærum og litakóðunarkerfi,“ er haft eftir Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa Isavia.

Áætlað er að fjöldi brottfara á Keflavíkurflugvelli í júnímánuði í ár muni tvöfaldast miðað við fjöldann í fyrra. Þetta kemur fram í svari Isavia við skriflegri fyrirspurn mbl.is. „Þetta eru þó ekki endanlegar tölur þar sem flugfélög eru mörg hver enn ekki búin að fastsetja sínar ákvarðanir og eru að hinkra eftir t.d. nánari upplýsingum um atriði eins og reglur á landamærum og litakóðunarkerfi,“ er haft eftir Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa Isavia.

Guðjón segir að fyrirtækið sé bjartsýnt á sumarið og telji mikla spurn eftir flugferðum til Íslands. Þetta endurspeglast meðal annars í ákvörðun bandaríska flugfélagsins Delta um að hefja flug til Íslands í dag frá Boston og er það fyrsta nýja alþjóðlega flugleið þess félags frá því Covid-19-heimsfaraldurinn hófst.

Fjöldi sumarstarfsmanna sem fyrirtækið ræður í ár er talinn svipaður og árið 2019, að sögn Guðjóns. Starfsmennirnir 175 sem verða ráðnir í sumar munu þó þurfa að fást við lægra starfshlutfall. 

Fagna nýju íslensku flugfélagi

Flugfélagið Play fékk flugrekstrarleyfi frá Samgöngustofu fyrr í mánuðinum og hefur hafið miðasölu til sjö áfangastaða. Guðmundur Daði Rúnarsson framkvæmdastjóri Isavia telur það ánægjulegt að nýtt íslenskt flugfélag sjái tækifæri í að fljúga frá Keflavíkurflugvelli og nýta hann sem heimahöfn. „Það eykur möguleikann á enn fleiri flugtengingum sem aftur hafa mikla og fjölbreytta þýðingu fyrir íslenskt efnahagslíf.“

mbl.is