Tekinn af lífi með banvænni sprautu

Dauðarefsingar | 21. maí 2021

Quintin Jones tekinn af lífi í Texas

Bandaríkjamaðurinn Quintin Jones var tekin af lífi með banvænni sprautu í Texasríki á miðvikudagskvöld án þess að fjölmiðlar væru viðstaddir. 

Quintin Jones tekinn af lífi í Texas

Dauðarefsingar | 21. maí 2021

AFP

Bandaríkjamaðurinn Quintin Jones var tekin af lífi með banvænni sprautu í Texasríki á miðvikudagskvöld án þess að fjölmiðlar væru viðstaddir. 

Bandaríkjamaðurinn Quintin Jones var tekin af lífi með banvænni sprautu í Texasríki á miðvikudagskvöld án þess að fjölmiðlar væru viðstaddir. 

Engir fjölmiðlar voru á svæðinu þar sem fangelsisyfirvöld létu hjá líða að tilkynna fjölmiðlum framkvæmd aftökunnar. 40 ár eru síðan aftaka hefur farið fram í Bandaríkjunum án þess að fjölmiðlar séu viðstaddir. 

Jones var 41 árs þegar hann var tekinn af lífi í Huntsville klukkan 18:40 að staðartíma, 23:40 að íslenskum tíma. Jones var sakfelldur fyrir morðið á frænku sinni árið 1999. 

Ódagsett mynd af Quintin Jones.
Ódagsett mynd af Quintin Jones. AFP

Jones hafði áður biðlað til yfirvalda um að milda dauðadóm yfir sér í lífstíðarfangelsi en þeirri beiðni hafði verið hafnað. Jones barði frænku sína til bana með hafnaboltakylfu sem hún átti sjálf sem öryggisráðstöfun. Önnur frænka Jones og systir fórnarlambsins, Mattie Long, hafði opinberlega fyrirgefið honum og lagst gegn aftöku hans.

„Ég vil þakka öllu því stuðningsríka fólki sem hefur hjálpað mér í gegnum árin. Elska alla vini mína og þá vináttu sem ég hef notið. Hún er eins og himinninn. Þetta er allt hluti af lífinu, eins og stór diskur af mat fyrir sálina. Ég vona að ég skilji alla eftir með matardisk af gleðilegum minningum, hamingju og engri depurð,“ sagði Jones í síðustu yfirlýsingu sinni fyrir aftökuna. 

Greg Abbott hefur einu sinni á sex ára stjórnartíð sinni sem ríkisstjóri Texas mildað dauðarefsingu, en það var í máli hvíts karlmanns, Thomas Whitakers. 

Texasríki hyggst á þessu ári framkvæma alls fimm aftökur, þeirra á meðal á Jones. Alls eru sjö aftökur áætlaðar í Bandaríkjunum á þessu ári.  

Frétt The Guardian.

Frétt The New York Times

mbl.is