Upplifðu Nýja-Reykjavík í sýndarveruleika

HönnunarMars | 21. maí 2021

Upplifðu Nýja-Reykjavík í sýndarveruleika

Í Ráðhúsi Reykjarvíkur dagana 19. – 23. maí munu gestir fá tækifæri til að upplifa og skapa nýja Reykjavík í sýndarveruleika og verða vitni að sköpun nýrrar Reykjavíkur í rauntíma sem tuttugu hönnuðir koma að, en til þess nota þau sýndarveruleikaforritið Arkio.

Upplifðu Nýja-Reykjavík í sýndarveruleika

HönnunarMars | 21. maí 2021

Skapaðu þína eigin Nýja-Reykjavík í Ráðhúsinu um helgina.
Skapaðu þína eigin Nýja-Reykjavík í Ráðhúsinu um helgina. Ljósmynd/Aðsend

Í Ráðhúsi Reykjarvíkur dagana 19. – 23. maí munu gestir fá tækifæri til að upplifa og skapa nýja Reykjavík í sýndarveruleika og verða vitni að sköpun nýrrar Reykjavíkur í rauntíma sem tuttugu hönnuðir koma að, en til þess nota þau sýndarveruleikaforritið Arkio.

Í Ráðhúsi Reykjarvíkur dagana 19. – 23. maí munu gestir fá tækifæri til að upplifa og skapa nýja Reykjavík í sýndarveruleika og verða vitni að sköpun nýrrar Reykjavíkur í rauntíma sem tuttugu hönnuðir koma að, en til þess nota þau sýndarveruleikaforritið Arkio.

Arkio er nýtt íslenskt hönnunartól fyrir arkitektúr sem gerir notendum kleift að hanna í sýndarveruleika.  



Hönnuðirnir munu sýna alla daga á HönnunarMars frá 14:00 – 18:00. Það er þverfaglegur hópur hönnuða sem koma að verkefninu, arkítektar, sviðshönnuðir, grafískir hönnuðir og fleiri. Hópnum er skipt upp í pör sem hafa tvo tíma til að breyta borgarlandslagi Reykjavíkur og munu áhorfendur geta fylgst með framþróuninni í rauntíma.

Hönnuðurnir hafa tvo tíma til að skapa, frá klukkan 14 til 16 og svo frá 16 til 18. Viðburðinn er opinn allan HönnunarMars frá 11 til 18 og gestir fá þá tækifæri til að stíga inn í sýndarveruleikann og geta sjálfir skapað, breytt og upplifað borgina frá nýju sjónarhorni en í boði eru 6 sýndarveruleikatæki fyrir gesti til afnota.

Skapaðu þína eigin Nýja-Reykjavík
Skapaðu þína eigin Nýja-Reykjavík Ljósmynd/Aðsend
Ljósmynd/Aðsend

HönnunarMars stendur frá 19. til 23. maí og er stærsta hönnunarhátíð á Íslandi þar sem framsækin hönnun og nýjungar leiða saman sýnendur og gesti.

mbl.is