Aðgerðasinni skotinn í höfuðið

Aðgerðasinni skotinn í höfuðið

Einn leiðtoga Black Lives Matter í Bretlandi er þungt haldinn eftir að hún var skotin í höfuðið. 

Aðgerðasinni skotinn í höfuðið

Barist gegn kynþáttafordómum | 24. maí 2021

Sasha Johnson fyrir miðju myndarinnar.
Sasha Johnson fyrir miðju myndarinnar. AFP

Einn leiðtoga Black Lives Matter í Bretlandi er þungt haldinn eftir að hún var skotin í höfuðið. 

Einn leiðtoga Black Lives Matter í Bretlandi er þungt haldinn eftir að hún var skotin í höfuðið. 

Sasha Johnson skipulagði fjölmarga baráttufundi gegn kynþáttafordómum í Bretlandi í kjölfar dauða George Floyd á síðasta ári. Hún er einnig í stjórn stjórnmálaflokksins The Taking the Initiative Party, sem leggur áherslu á að koma svörtum stjórnmálamönnum á þing. 

Johnson er á gjörgæslu eftir skotárásina sem gerð var snemma á sunnudagsmorgun. Johnson er sögð þungt haldin og enn í lífshættu. Stuðningsmenn hennar komu saman skammt frá King's College-sjúkrahúsinu og kveiktu á kertum. 

Ekki er talið að árásin hafi beinst að Johnson sérstaklega. Hún hafi frekar verið á röngum stað á röngum tíma. Lögreglan í London segir ekkert benda til þess að Johnson hafi fengið líflátshótanir í aðdraganda árásarinnar. 

mbl.is