Hringbólusetning hefst í vikunni

Hringbólusetning hefst í vikunni

Vikan verður nokkuð róleg í bólusetningum við Covid-19 miðað við stóru bólusetningavikurnar sem að baki eru, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Hringbólusetning hefst í vikunni

Bólusetningar við Covid-19 | 24. maí 2021

Hafist verður handa við að bólusetja aðstandendur langveikra barna í …
Hafist verður handa við að bólusetja aðstandendur langveikra barna í vikunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vikan verður nokkuð róleg í bólusetningum við Covid-19 miðað við stóru bólusetningavikurnar sem að baki eru, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Vikan verður nokkuð róleg í bólusetningum við Covid-19 miðað við stóru bólusetningavikurnar sem að baki eru, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu. 

Bólusett verður með bóluefni Pfizer á miðvikudaginn á höfuðborgarsvæðinu, alls 7.700 skömmtum.

„Það fer mest í endurbólusetningar og svo afgangurinn í að bólusetja foreldra og aðstandendur langveikra barna,“ segir Ragnheiður Ósk.  

Slík bólusetning kallast hringbólusetning. Þegar ekki er hægt að bólusetja barnið, sökum aldurs eða sjúkdóms, eru aðstandendur hringinn í kring bólusettir útskýrir Ragnheiður. 

Á fimmtudaginn verða þrjú þúsund skammtar af bóluefni AstraZeneca gefnir á höfuðborgarsvæðinu, eingöngu í endurbólusetningar. 

Meira fjör í næstu viku

Ragnheiður segir að meiri kraftur verði í bólusetningum í næstu viku. Ekki liggi fyrir nákvæmar tölur eins og er „en það er bjartara fram undan“.

Fleiri skammtar koma af Pfizer og frá Moderna. Ragnheiður segir að sendingarnar frá þeim lyfjaframleiðendum fari stækkandi.

„Þá verður meira fjör,“ segir Ragnheiður Ósk.

mbl.is