„Dans gerir svo mikið fyrir líkama og sál“

Ljósi punkturinn | 25. maí 2021

„Dans gerir svo mikið fyrir líkama og sál“

Sumir kannast eflaust við að eiga í erfiðleikum með að finna hreyfingu sem hentar vel og þeim finnst skemmtilegt að sinna.

„Dans gerir svo mikið fyrir líkama og sál“

Ljósi punkturinn | 25. maí 2021

Sandra Björg og Tara Sif.
Sandra Björg og Tara Sif. Skjáskot/Instagram-síða Söndru Bjargar

Sum­ir kann­ast ef­laust við að eiga í erfiðleik­um með að finna hreyf­ingu sem hent­ar vel og þeim finnst skemmti­legt að sinna.

Sum­ir kann­ast ef­laust við að eiga í erfiðleik­um með að finna hreyf­ingu sem hent­ar vel og þeim finnst skemmti­legt að sinna.

Oft spil­ar góður takt­ur þar lyk­il­hlut­verk, skemmti­leg tónlist og hress­andi hreyf­ing. Þær Sandra Björg og Tara Sif standa fyr­ir dans­nám­skeiði sem þær kalla Dans­fit og sam­an­stend­ur af „fem­in­ine“ kóreógrafíu og styrktaræf­ing­um.

Stelp­urn­ar voru að hefja nýtt nám­skeið og ég fékk að spjalla aðeins við þær og for­vitn­ast frek­ar um dans­fit.

Sandra og Tara hafa komið víða við í dans­heim­in­um og voru meðal ann­ars dans­ar­ar og dans­höf­und­ar fyr­ir Tinu Turner-sýn­ing­una. Þær segja hug­mynd­ina að Dans­fit hafa kviknað eft­ir eitt slíkt Tinu-show.

„Við elsk­um svo mikið að dansa og höf­um svo gam­an af þess­ari hreyf­ingu. Okk­ur langaði til að dansa oft­ar og stunda það sem lík­ams­rækt. Við höf­um æft dans í mörg ár en okk­ur fannst vanta dans­tíma fyr­ir þær sem vilja dansa ein­falda skvísu­dansa og taka vel á því,“ seg­ir Sandra Björg.

Dans­fit-tím­arn­ir byggj­ast upp af upp­hit­un­ar­rútínu sem er nán­ast eins í hverj­um tíma í takt við tónlist. Í þeirri rútínu eru öfl­ug­ar styrktaræf­ing­ar með áherslu á kvið- og rassvöðva ásamt liðkandi æf­ing­um fyr­ir all­an lík­amann. Rútín­an er 20-25 mín­út­ur og segja stelp­urn­ar að hún komi iðkend­um í góðan gír fyr­ir dans­inn. Nám­skeiðið fer fram tvisvar í viku og kenna þær nýj­an dans í hverri viku.

„Við mæl­um með dans­fit fyr­ir all­ar kon­ur sem vilja læra að dansa eða rifja upp gamla danstakta sem hafa jafn­vel legið í dvala í ein­hvern tíma. Dans ger­ir svo mikið fyr­ir lík­ama og sál, maður al­gjör­lega gleym­ir sér í þess­um tím­um og labb­ar út í sælu­vímu,“ segja stelp­urn­ar að lok­um.

Næsti tími er í kvöld, þriðju­dags­kvöld, kl. 18:30-19:30. Hægt er að skrá sig í þriggja vikna nám­skeið Dans­fit í þess­ari viku og er best að senda tölvu­póst á dwc@dwc.is.

mbl.is