Sumir kannast eflaust við að eiga í erfiðleikum með að finna hreyfingu sem hentar vel og þeim finnst skemmtilegt að sinna.
Sumir kannast eflaust við að eiga í erfiðleikum með að finna hreyfingu sem hentar vel og þeim finnst skemmtilegt að sinna.
Sumir kannast eflaust við að eiga í erfiðleikum með að finna hreyfingu sem hentar vel og þeim finnst skemmtilegt að sinna.
Oft spilar góður taktur þar lykilhlutverk, skemmtileg tónlist og hressandi hreyfing. Þær Sandra Björg og Tara Sif standa fyrir dansnámskeiði sem þær kalla Dansfit og samanstendur af „feminine“ kóreógrafíu og styrktaræfingum.
Stelpurnar voru að hefja nýtt námskeið og ég fékk að spjalla aðeins við þær og forvitnast frekar um dansfit.
Sandra og Tara hafa komið víða við í dansheiminum og voru meðal annars dansarar og danshöfundar fyrir Tinu Turner-sýninguna. Þær segja hugmyndina að Dansfit hafa kviknað eftir eitt slíkt Tinu-show.
„Við elskum svo mikið að dansa og höfum svo gaman af þessari hreyfingu. Okkur langaði til að dansa oftar og stunda það sem líkamsrækt. Við höfum æft dans í mörg ár en okkur fannst vanta danstíma fyrir þær sem vilja dansa einfalda skvísudansa og taka vel á því,“ segir Sandra Björg.
Dansfit-tímarnir byggjast upp af upphitunarrútínu sem er nánast eins í hverjum tíma í takt við tónlist. Í þeirri rútínu eru öflugar styrktaræfingar með áherslu á kvið- og rassvöðva ásamt liðkandi æfingum fyrir allan líkamann. Rútínan er 20-25 mínútur og segja stelpurnar að hún komi iðkendum í góðan gír fyrir dansinn. Námskeiðið fer fram tvisvar í viku og kenna þær nýjan dans í hverri viku.
„Við mælum með dansfit fyrir allar konur sem vilja læra að dansa eða rifja upp gamla danstakta sem hafa jafnvel legið í dvala í einhvern tíma. Dans gerir svo mikið fyrir líkama og sál, maður algjörlega gleymir sér í þessum tímum og labbar út í sæluvímu,“ segja stelpurnar að lokum.
Næsti tími er í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 18:30-19:30. Hægt er að skrá sig í þriggja vikna námskeið Dansfit í þessari viku og er best að senda tölvupóst á dwc@dwc.is.