Katrín nákvæmlega eins og Díana árið 1992

Kóngafólk | 26. maí 2021

Katrín nákvæmlega eins og Díana árið 1992

Hertogahjónin af Cambridge, Katrín og Vilhjálmur, eru í opinberri heimsókn í Skotlandi. Á mánudaginn klæddist Katrín bláum fötum sem eru eiginlega nákvæmlega eins og föt sem Díana prinsessa klæddist árið 1992. 

Katrín nákvæmlega eins og Díana árið 1992

Kóngafólk | 26. maí 2021

Katrín hertogaynja klæddist bláu í Skotlandi.
Katrín hertogaynja klæddist bláu í Skotlandi. AFP

Hertogahjónin af Cambridge, Katrín og Vilhjálmur, eru í opinberri heimsókn í Skotlandi. Á mánudaginn klæddist Katrín bláum fötum sem eru eiginlega nákvæmlega eins og föt sem Díana prinsessa klæddist árið 1992. 

Hertogahjónin af Cambridge, Katrín og Vilhjálmur, eru í opinberri heimsókn í Skotlandi. Á mánudaginn klæddist Katrín bláum fötum sem eru eiginlega nákvæmlega eins og föt sem Díana prinsessa klæddist árið 1992. 

Föt Katrínar voru reyndar ekki 30 ára gömul en hún var í bláum jakka með gylltum tölum frá Zöru og bláu plíseruðu pilsi frá Hope.

Blái jakkinn úr Zöru minnti óneitanlega á jakka Díönu prinsessu.
Blái jakkinn úr Zöru minnti óneitanlega á jakka Díönu prinsessu. AFP

Á vef Hello er bent á líkindi klæðnaðarins og fatanna sem Díana klæddist. Blái liturinn er sá sami. Pils Katrínar var í sömu sídd og pils Díönu var. Eina sem var öðruvísi er að jakki Katrínar var styttri en Díönu. 

Svo lík eru fötin að varla getur verið um tilviljun að ræða. 

View this post on Instagram

A post shared by HELLO! Magazine (@hellomag)

mbl.is