Gjaldtaka hefst við Guðlaugu

Sundlaugar | 1. júní 2021

Gjaldtaka hefst við Guðlaugu

Í byrjun júní hefst form­leg gjald­taka í nátt­úru­laug­ina Guðlaugu við Langasand á Akra­nesi. Laug­in hef­ur notið gríðarlega vin­sælda síðan hún var opnuð árið 2018. Sæ­dís Al­exía Sig­ur­munds­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri á skrif­stofu bæj­arstjóra­ Akra­ness­kaupstaðar, seg­ir gjald­tök­una vera hóf­lega.

Gjaldtaka hefst við Guðlaugu

Sundlaugar | 1. júní 2021

Guðlaug við Langasand er vinsæl laug á Akranesi.
Guðlaug við Langasand er vinsæl laug á Akranesi. Ljósmynd/Akraneskaupstaður

Í byrjun júní hefst form­leg gjald­taka í nátt­úru­laug­ina Guðlaugu við Langasand á Akra­nesi. Laug­in hef­ur notið gríðarlega vin­sælda síðan hún var opnuð árið 2018. Sæ­dís Al­exía Sig­ur­munds­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri á skrif­stofu bæj­arstjóra­ Akra­ness­kaupstaðar, seg­ir gjald­tök­una vera hóf­lega.

Í byrjun júní hefst form­leg gjald­taka í nátt­úru­laug­ina Guðlaugu við Langasand á Akra­nesi. Laug­in hef­ur notið gríðarlega vin­sælda síðan hún var opnuð árið 2018. Sæ­dís Al­exía Sig­ur­munds­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri á skrif­stofu bæj­arstjóra­ Akra­ness­kaupstaðar, seg­ir gjald­tök­una vera hóf­lega.

Ókeyp­is hef­ur verið í laug­ina hingað til en Sæ­dís seg­ir að ekki verði hjá því öðrvísi komist en að innheimta aðgangseyrir miðað við þær kröfur sem gerðar eru á rekstarumhverfi laugarinnar. „Við ákváðum að fara svo­lítið öðru­vísi leið og verðum með sjálfssala fyr­ir utan þar sem fólk af­greiðir sig sjálft. Við erum mjög lág­an aðgangs­eyri í laug­ina. Sjálfssal­inn er ný­lega kom­inn til lands­ins og verður von­andi sett­ur upp núna í vik­unni. Ég á von á að við mun­um hefja gjald­töku fljótlega í byrjun júní,“ seg­ir Sæ­dís sem sér meðal ann­ars um rekst­ur Guðlaug­ar. Það kost­ar 500 krón­ur fyr­ir 18 ára og eldri. Öryrkj­ar, eldri borg­ar­ar og ung­menni á aldr­in­um 15 til 18 ára borga 200 krón­ur. Einnig er hægt að kaupa af­slátt­ar­kort sem verða einugnis á stafrænu formi. 

Mikið aðdrátt­ar­afl

Vin­sæld­ir laug­ar­inn­ar hafa farið fram úr björt­ustu von­um og seg­ir Sæ­dís að laug­in hafi vakið mikla at­hygli bæði inn­an­lands sem og er­lend­is. „Guðlaug er búin að fá ýms­ar tilnefningar og viður­kenn­ing­ar fyr­ir hönn­un­ina, sem er ein­stakt og nú síðast fékk laugin tilnefningu til Mies van der Rohe verðlauna Evrópusambandsins 2022, sem veitt eru fyrir framúrskarandi nútíma arkitektúr,“ seg­ir Sæ­dís en það var arki­tekta­stof­an Basalt sem hannaði Guðlaugu í sam­vinnu við verk­fræðistof­una Mann­vit.

Sæ­dís seg­ir Guðlaugu vera mikið aðdrátt­ar­afl. „Heima­menn finna oft fyr­ir því að þeir þekki ekki helm­ing­inn af fólk­inu sem er í pott­in­um þegar þeir fara. Það eru marg­ir sem sækja að koma hingað upp eft­ir ein­ung­is til þess að fara í Guðlaugu. Það er teng­ing­in við hafið og út­sýnið yfir all­an Faxa­fló­ann sem dregur að og núna sést einnig vel til eldgosins. á góðviðris­dög­um. Þetta er svo ein­stök upp­lif­un, þessi kyrrð sem gestir upplifa á svæðinu.” Hægt er að leigja sjósund­shanska og skó í afgreiðslu Guðlaugar og geta hugrakkir og áhugasamir aðeins dýpt sér í sjóinn. Þannig þú get­ur farið og prófað þig áfram í sjó­sundi. Góðar leiðbein­ing­ar eru á staðum um hvað bera að hafa í huga og hvað ber að varast í sjósundi.

Guðlaug er tilnefnd til virtra verðlauna.
Guðlaug er tilnefnd til virtra verðlauna. Ljósmynd/Akraneskaupstaður

Treysta á heiðarleika fólks

Fram­kvæmd­in kostaði í kring­um 115 til 120 millj­ón­ir en Akra­nes­kaupstaður fékk 44 millj­ón­ir í styrk til upp­bygg­ingu laug­ar­inn­ar. Ann­ars veg­ar frá Fram­kvæmda­sjóði ferðamannastaða og hins veg­ar minn­ing­ar­sjóði hjón­anna Jóns Gunn­laugs­son­ar og Guðlaug­ar Gunn­laugs­dótt­ur frá Bræðraparti. Sjóðnum var form­lega slitið árið 2014 og var laug­in nefnd eft­ir Guðlaugu.

„Við veljum það að treysta okkar gestum með því að vera með sjálfssala á staðnum en auðvitað er ákveðið eftirlit í gangi frá vaktmanni með að gestir gangi frá greiðslu áður en þeir fara ofaní.”

Guðlaug er opin alla daga til 31. ágúst. Nánari upplýsingar má finna á Facebook-síðu laugarinnar eða á Skagalif.is.  

mbl.is