Grilluð bjórsoðin grísarif með geggjuðu grænmeti

Uppskriftir | 3. júní 2021

Grilluð bjórsoðin grísarif með geggjuðu grænmeti

Grísarif eru eitt það allra besta sem hægt er að grilla. Sá misskilningur er ríkjandi að það sé eitthvað sérstaklega flókið en svo er alls ekki. Trixið er að sjóða rifin áður en þau eru grilluð. Reyndar er það það allra mikilvægasta svo ekki láta ykkur detta í hug að grilla þau beint úr pakkningunni. Bjóráhugamenn geta svo skemmt sér við að prófa mismunandi bjórtegundir við suðuna.

Grilluð bjórsoðin grísarif með geggjuðu grænmeti

Uppskriftir | 3. júní 2021

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Grísarif eru eitt það allra besta sem hægt er að grilla. Sá mis­skiln­ing­ur er ríkj­andi að það sé eitt­hvað sér­stak­lega flókið en svo er alls ekki. Trixið er að sjóða rif­in áður en þau eru grilluð. Reynd­ar er það það allra mik­il­væg­asta svo ekki láta ykk­ur detta í hug að grilla þau beint úr pakkn­ing­unni. Bjóráhuga­menn geta svo skemmt sér við að prófa mis­mun­andi bjór­teg­und­ir við suðuna.

    Grísarif eru eitt það allra besta sem hægt er að grilla. Sá mis­skiln­ing­ur er ríkj­andi að það sé eitt­hvað sér­stak­lega flókið en svo er alls ekki. Trixið er að sjóða rif­in áður en þau eru grilluð. Reynd­ar er það það allra mik­il­væg­asta svo ekki láta ykk­ur detta í hug að grilla þau beint úr pakkn­ing­unni. Bjóráhuga­menn geta svo skemmt sér við að prófa mis­mun­andi bjór­teg­und­ir við suðuna.

    Grilluð bjór­soðin grísarif með geggjuðu græn­meti
    • Grísarif
    • Saus guru Cola BBQ Sauce
    • Maís
    • Rót­argræn­meti
    • Source Fiery Gin­ger Beer
    • Hvít­lauk­ur
    • Timj­an
    • Rós­marín
    • Sér­valið RUB-krydd
    • Sér­val­in hvít­laukssósa

    Aðferð:

    1. Takið grísarif­in úr pakkn­ing­un­um og rífið himn­una af. Skerið hvít­lauk í tvennt og setjið í stór­an pott ásamt nokkr­um grein­um af timj­an og rós­marín.
    2. Makið vel af RUB-kryddi á rif­in – báðum meg­in. Setjið rif­in í pott­inn og hellið bjór í pott­inn þannig að fljóti yfir rif­in. Hér er frjálst bjór­val og fyr­ir bjóráhuga­fólk er skemmti­legt að prófa sig áfram með teg­und­ir. Reynið samt að velja bragðmikl­ar teg­und­ir til að það skili sér með sem mestu bragði í kjötið.
    3. Látið suðuna koma upp, lækkið und­ir og látið malla í tvo klukku­tíma. Ef þið hafið ekki svo lang­an tíma dug­ar klukku­tím­inn en tím­inn vinn­ur með ykk­ur hér þannig að við mæl­um heils­hug­ar með tveim­ur klukku­stund­um eða leng­ur.
    4. Grillið kjötið á meðal­há­um hita og penslið vel með grillsósu. Kjötið þarf ekki að grilla lengi og takið það af þegar komn­ar eru fal­leg­ar grill­rend­ur á það.
    5. Grillið ál­bakk­ana með rót­argræn­met­inu og maísn­um. Berið fram með hvít­laukssós­unni.
    mbl.is