Kínverski fjarskiptarisinn Huawei kostaði sæti fyrir íslenskt sprotafyrirtæki í frumkvöðlahraðlinum StartupSuperNova. Hraðallinn hefst í dag en þetta eina uppboðssæti kostar 6 milljónir og gefur Huawei auk Nova kost á að fjárfesta í forritinu.
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei kostaði sæti fyrir íslenskt sprotafyrirtæki í frumkvöðlahraðlinum StartupSuperNova. Hraðallinn hefst í dag en þetta eina uppboðssæti kostar 6 milljónir og gefur Huawei auk Nova kost á að fjárfesta í forritinu.
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei kostaði sæti fyrir íslenskt sprotafyrirtæki í frumkvöðlahraðlinum StartupSuperNova. Hraðallinn hefst í dag en þetta eina uppboðssæti kostar 6 milljónir og gefur Huawei auk Nova kost á að fjárfesta í forritinu.
Hraðallinn er samstarfsverkefni Icelandic Startups og Nova þar sem leitast er við að byggja upp viðskiptalausnir ætlaðar alþjóðamarkaði.
Huawei hefur verið stórtækt í uppbyggingu 5G innviða hérlendis, bæði fyrir Vodafone og Nova. Snjallsímar fyrirtækisins njóta gífurlegra vinsælda í Kína en eru nánast ófáanlegir hérlendis. Huawei styður Fomo teymið í að þróa hugmynd þeirra um stafrænt kreditkort sem mun bjóða upp á betri fríðindi hvað varðar tilboð og afborganir.
Mikinn styr hefur staðið um Huawei á Vesturlöndum eftir að Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseti setti viðskiptabann á erlendan fjarskiptabúnað og afleiðing þess er að fyrirtækið getur lengur notað Android stýrikerfið í símana sína. Þar af leiðandi er það gífurlega úrval smáforrita sem Android býður upp á óaðgengilegt í símum Huawei. Vegna þessa vinnur Huawei nú að því að styrkja sinn eigin smáforritamarkað, AppGallery.
Fréttamaður Mbl.is ræddi þessar vendingar við Kenneth Fredriksen yfirmann Huawei í Eystrasaltinu og á Norðurlöndunum.
Hvers vegna veljið þið FOMO?
„Ástæðan er ósköp einföld. Við viljum örva og styrkja skapandi starfsemi, hvort sem það er á okkar vettvangi eða í hinum stafræna heimi almennt. Okkur þykir mikilvægt að styðja frumkvöðla, sérstaklega í minni samfélögum eins og á Íslandi. Við viljum taka virkan þátt í sköpuninni og sem alþjóðafyrirtæki getum við boðið upp á ákveðinn stökkpall. Við erum ekki jafn glögg og þau staðbundnu fyrirtækin sem við vinnum með í því að finna eftirspurn og breyta henni í vörur og þjónustu. Þess vegna þykir okkur gífurlega mikilvægt að vinna með minni teymum.“
Hvernig funduð þið FOMO?
„Við erum í nánu samstarfi við stóru félögin á Íslandi. Þegar við kynntumst StartupSuperNova sáum við það sem fullkominn vettvang. Það gleður mig mikið að sjá öll þessi skapandi sprotafyrirtæki. Með því að veita sprotafyrirtækinu aðgang að okkar auðlindum fá þau frelsi til að ljá verkefnunum sína sköpunargáfu. Slíkt samstarf getur getur styrkt stafræna innviði til muna. Tengsl milli þess staðbundna og hins alþjóðlega geta gert mikið fyrir svona hugmyndir.“
Er það skilyrði að app FOMO verði eingöngu fáanlegt í AppGallery?
„Nei. Við trúum á opin kerfi. Við viljum ekki læsa neinn inni í okkar forritaverslun. AppGallery er eitthvað sem við þróuðum af margvíslegum ástæðum. Meginástæðan er þó sú að hleypa forriturum að stórum neytendahóp en einnig að leyfa þeim að stjórna kóða- og gögnunum sínum á betri hátt en aðrar sambærilegir markaðir. Hver sem setur forrit á okkar markað getur auk þess fært það á annað markað, við leyfum það með ánægju. Það er ekki leiðin sem við viljum fara til að aðgreina okkur frá öðrum sambærilegum mörkuðum.“
Mun Huawei ryðja sér til rúms á fleiri íslenskum mörkuðum?
„Við erum þegar í nánu samstarfi við marga aðila á Íslandi eins og Nova og Vodafone í tengslum við 5G uppbyggingu. Við erum áhugasöm um fjölþættara samstarf við íslensk fyrirtæki, sérstaklega þegar 5G er komið í gagnið og stafræna byltingin heldur áfram. Þá væri það eðlilegt skref að vera í fleiri verkefnum á Íslandi.“
Mynduð þið þá reyna að færa ykkur á neytendavarning?
„Neytendavörur eru stór hluti af okkar starfsemi, núna erum við að einbeita okkur að því að bæta stafræna innviði innan þessara vara til þess að geta boðið upp á betri upplifun fyrir neytendur. Snjallsímar eru ein gátt inn í þetta umhverfi. Brátt munu þó önnur tæki opna á stafræna viðmótið okkar, til dæmis úr og bílar. Þegar við byggjum upp okkar neytendaviðmót er það afar mikilvægt að þau virki hnökralaust þvert á búnaði.“