Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir býr í Búlgaríu en ætlar að koma heim til Íslands í sumar. Hún ætlar að reyna að ferðast aðeins með kærastanum áður en hún hittir fjölskylduna á Íslandi eftir langan aðskilnað.
Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir býr í Búlgaríu en ætlar að koma heim til Íslands í sumar. Hún ætlar að reyna að ferðast aðeins með kærastanum áður en hún hittir fjölskylduna á Íslandi eftir langan aðskilnað.
Fyrirsætan Ásdís Rán Gunnarsdóttir býr í Búlgaríu en ætlar að koma heim til Íslands í sumar. Hún ætlar að reyna að ferðast aðeins með kærastanum áður en hún hittir fjölskylduna á Íslandi eftir langan aðskilnað.
Ásdís segir að allt hafi lokað í Búlgaríu vegna kórónuveirunnar en vonast til þess að það breytist. Hingað til hefur hún verið að þjálfa VIP-kúnna í Pulse-líkamsræktarstöðvunum í Búlgaríu og taka að sér tilfallandi Icequeen-verkefni. „Vonandi fer þetta allt að breytast núna og lífið að byrja aftur,“ segir Ásdís bjartsýn í sumargír.
„Það er komin geggjuð sumarstemning, garðarnir og borgin full af lífi. Það er tónlist, falleg blóm og sólin skín. Það er mikið mannlíf hér í Sófíu og borgin er svo falleg í sumarlitunum. Svo er ekkert betra en að sitja úti á þaksvölunum mínum og horfa á fjallaútsýnið og borgina með morgunkaffið í 20 stiga hita,“ segir Ásdís um stemninguna í Búlgaríu.
Ætlar þú að koma til Íslands í sumar?
„Já, ég kem í mánuð núna í lok júní, aðallega til að hitta fjölskylduna og vonandi ferma dóttir mína 15. ágúst. Það hefur lítið verið um ferðalög síðasta árið útaf covid og börnin mín hvert í sínu landinu þannig að það verður skemmtilegt „family reunion“ loksins!“
Hvað er annað á dagskrá í sumar?
„Ég stefni á að ferðast eitthvað ein með kærastanum í júní áður en ég fer til Íslands. Það er ekki alveg búið að ákveða hvert þar sem covid-reglurnar eru alltaf að breytast og það verður væntanlega skyndival á landi eða sumarleyfisstað hér í nágrenninu þegar nær dregur. Svo erum við með þrjú af okkar sex börnum hér í Búlgaríu í júní í fríi þannig að sumarið er orðið þéttbókað. Þegar ég kem aftur út í haust fer ég í upptökur fyrir þýskan þátt sem verður gerður um vinkonu mína Ruju Ignatova og er að vinna í litlum þætti sem ég verð með sjálf.“
Hvað finnst þér algjört möst að gera á sumrin í Búlgaríu?
„Það er möst að ferðast hér um landið, það er svo mikið af glæsilegum heilsulindum í boði, bæði við Svartahafið og svo líka langt uppi í fjöllum í stórkostlegu fjallaumhverfi. Mér finnst alltaf gaman að uppgötva eitthvað nýtt hér innanlands.“
Ásdís Rán hefur verið með annan fótinn í Búlgaríu síðan 2008 auk þess sem hún hefur búið í Þýskalandi, Austurríki, Rúmeníu, Spáni og Svíþjóð. Hún var mikið á flakki þegar hún var að læra að verða þyrluflugmaður. „En er núna með framtíðarplön um það að búa hér í Sófíu næstu árin. Það eru margar góðar minningar til en mér fannst mjög vænt um það að fá alla fjölskylduna til mín þegar ég varð fertug, þá voru börnin mín, mamma, systir, makar og fleiri með mér í nokkurra vikna ævintýri í Búlgaríu rétt áður en að covid skall á,“ segir Ásdís um góðar minningar frá Búlgaríu.
Þorir þú alveg að ferðast þrátt fyrir covid?
„Já, ég er ekki stressuð yfir veikinni og er ónæm af einhverjum ástæðum, líklegast þar sem ég er í O-blóðflokki og það er nánast ómögulegt að fá veiruna fyrir fólk í mínum blóðflokki. Það eru flestir búnir að fá þetta í kringum mig en ég virðist ekki geta smitast þótt ég „basically“ sleiki covid-sjúkling. Ég kýs ekki bólusetningu nema ég hreinlega verði neydd í hana út af ferðareglugerðum en þetta verður vonandi sjálfstætt val hvers og eins.“