Kókaínneysla hefur aukist mikið

Samfélagsmál | 7. júní 2021

Kókaínneysla hefur aukist mikið

Frá því snemma árs 2017 og allt þar til áhrifa af kórónuveirufaraldrinum fór að gæta sumarið 2020 jókst neysla á kókaíni í Reykjavík um meira en helming.

Kókaínneysla hefur aukist mikið

Samfélagsmál | 7. júní 2021

Frá því snemma árs 2017 og allt þar til áhrifa af kór­ónu­veirufar­aldr­in­um fór að gæta sum­arið 2020 jókst neysla á kókaíni í Reykja­vík um meira en helm­ing.

Frá því snemma árs 2017 og allt þar til áhrifa af kór­ónu­veirufar­aldr­in­um fór að gæta sum­arið 2020 jókst neysla á kókaíni í Reykja­vík um meira en helm­ing.

Þetta kem­ur fram í doktor­s­verk­efni sem Arn­dís Sue-Ching Löve varði við lækna­deild Há­skóla Íslands í síðustu viku. Viðamikl­ar rann­sókn­ir liggja að baki þess­ari niður­stöðu; reglu­leg­ar sýna­tök­ur í frá­rennslis­vatni í skolp­hreins­istöðvum borg­ar­inn­ar þar sem leitað var leifa af am­feta­míni, metam­feta­míni, MDMA, kanna­bis og kókaíni, sem skilst út með þvagi. Mest jókst neysla kókaíns en einnig jókst notk­un am­feta­míns og metam­feta­míns.

Skolphreinsistöð. Sýni voru tekin við Klettagarða og Ánanaust í Reykjavík.
Skolp­hreins­istöð. Sýni voru tek­in við Klettag­arða og Ánanaust í Reykja­vík. mbl.is/​Sig­urður Bogi

„Aukn­ing í neyslu kókaíns sást fram til árs­ins 2019 en dróst sam­an í júní 2020 um 60% í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins skv. niður­stöðum mæl­ing­anna. Kókaín­magn í skolp­inu var um það bil 1.100 milli­grömm á dag á hverja þúsund íbúa í upp­hafi mæl­inga en hafði auk­ist í um það bil 2.700 milli­grömm í apríl 2019,“ seg­ir Arn­dís í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is