Kókaínneysla hefur aukist mikið

Samfélagsmál | 7. júní 2021

Kókaínneysla hefur aukist mikið

Frá því snemma árs 2017 og allt þar til áhrifa af kórónuveirufaraldrinum fór að gæta sumarið 2020 jókst neysla á kókaíni í Reykjavík um meira en helming.

Kókaínneysla hefur aukist mikið

Samfélagsmál | 7. júní 2021

Frá því snemma árs 2017 og allt þar til áhrifa af kórónuveirufaraldrinum fór að gæta sumarið 2020 jókst neysla á kókaíni í Reykjavík um meira en helming.

Frá því snemma árs 2017 og allt þar til áhrifa af kórónuveirufaraldrinum fór að gæta sumarið 2020 jókst neysla á kókaíni í Reykjavík um meira en helming.

Þetta kemur fram í doktorsverkefni sem Arndís Sue-Ching Löve varði við læknadeild Háskóla Íslands í síðustu viku. Viðamiklar rannsóknir liggja að baki þessari niðurstöðu; reglulegar sýnatökur í frárennslisvatni í skolphreinsistöðvum borgarinnar þar sem leitað var leifa af amfetamíni, metamfetamíni, MDMA, kannabis og kókaíni, sem skilst út með þvagi. Mest jókst neysla kókaíns en einnig jókst notkun amfetamíns og metamfetamíns.

Skolphreinsistöð. Sýni voru tekin við Klettagarða og Ánanaust í Reykjavík.
Skolphreinsistöð. Sýni voru tekin við Klettagarða og Ánanaust í Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi

„Aukning í neyslu kókaíns sást fram til ársins 2019 en dróst saman í júní 2020 um 60% í fyrstu bylgju faraldursins skv. niðurstöðum mælinganna. Kókaínmagn í skolpinu var um það bil 1.100 milligrömm á dag á hverja þúsund íbúa í upphafi mælinga en hafði aukist í um það bil 2.700 milligrömm í apríl 2019,“ segir Arndís í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is