Þegar við sjáum gömul málverk af konungum og öðrum valdhöfum eins og til dæmis páfum þá sjáum við íburð í klæðnaði sem ekki á sinn líka í nútímanum og okkur finnst framandi og jafnvel óskiljanlegt.
Þegar við sjáum gömul málverk af konungum og öðrum valdhöfum eins og til dæmis páfum þá sjáum við íburð í klæðnaði sem ekki á sinn líka í nútímanum og okkur finnst framandi og jafnvel óskiljanlegt.
Þegar við sjáum gömul málverk af konungum og öðrum valdhöfum eins og til dæmis páfum þá sjáum við íburð í klæðnaði sem ekki á sinn líka í nútímanum og okkur finnst framandi og jafnvel óskiljanlegt.
Áður en Gutenberg fann upp prentpressuna árið 1440 þá vissi fólk almennt ekki hvernig valdhafarnir litu út. Það var meðal annars þess vegna sem konungar og páfar þurftu að klæðast íburði, gulli, feldi og flaueli, til þess einfaldlega að fólk vissi hverjir þeir voru.
Það voru einfaldlega ekki til neinar myndir af þeim sem fólk gat þekkt þessa einstaklinga af. Hugsanlega var til eitt og eitt málverk í einhverri höll einhvers staðar eða í páfagarði en afar fáir áttu þess kost að sjá slíkt. Söfn, þar sem almenningur gat séð málaðar myndir af fólki og öðru, voru ekki fundin upp fyrr en löngu seinna.
Vissulega höfðu valdhafar tekið upp á því að setja lágmynd af sjálfum sér á slegnar myntir. Það gerðu Persarnir fyrstir um 400 fyrir Krist og margir eftir það. En prófíllágmynd á myntum var léleg persónuskilríki. Þær myndir voru ekki endilega mjög nákvæmar og nánast útilokað að þekkja einhvern með þeirri aðferð.
Maður getur alveg séð fyrir sér að þetta hafi verið vandamál þegar valdhafarnir voru til dæmis að ferðast. Það er að segja að láta aðra skilja hver þarna var á ferð. Það þurfti að búa til sjónarspil sem var með þeim hætti að enginn velktist í vafa um hver var á ferð, með fylgdarliði, táknmyndum og íburði í klæðnaði sem einfaldlega enginn annar gat leikið eftir.
Þegar höfðingjar voru að heimsækja aðra valdhafa þá var auðvitað notað tækifærið til að sýna, að viðkomandi þjóðhöfðingi væri fremri hinum, í auði að sjálfsögðu en einnig í tækni, stíl, framleiðslu á textíl, vopnum og öðru. Þetta var bara svipað og keppnin um hvor þjóðin væri fyrst á tunglið nema með klæðnaði og íburði.
Í gegnum tíðina hafa verið sett lög um að aðeins konungar eða páfar mættu einir bera ákveðin tálkn eða liti. Keisarinn í Kína mátti einn vera í gulum fötum. Það var bara ein sól í hinum þekkta heimi og þess vegna mátti bara einn keisari vera í gulum fötum. Guli liturinn var hans persónuskilríki.
Aðalsmenn í Frakklandi máttu einir vera í fínum textíl. Vefnaður í fatnað almúgans var mest heimatilbúinn. Eftir byltinguna, þegar búið var að taka aðalsmennina af lífi og þar með alla viðskiptavini betri textíls, þá féll það í hlut kvenna sem engin völd fengu, að vera viðskiptavinirnir í tískuiðnaðnum sem brast á skömmu seinna með iðnbyltingunni.
Valdhafar, kóngar og páfar, töldu sig fá valdið beint frá guði. Þess vegna var einnig mikilvægt að fólki fyndist valdhafarnir líta sannfærandi út sem einhverjir honum nákomnir. Að þeir klæddust með þeim hætti að þeir litu út eins og þeir væru hreinlega staddir í anddyrinu hjá guði eða alla vega alveg nýkomnir þaðan. Blúndur, gull, loðfeldir, kórónur og flauel þóttu við hæfi.
Eftir að framfarir í tækni hafa verið fundnar upp eins og til dæmis ljósmyndin og nokkrar byltingar verið háðar þar sem útkoman var meiri jöfnuður í samfélaginu hefur valdafólk skrúfað niður íburð fatnaðar.
En það er ein stofnun sem hefur ekki brugðist við sögunni og hún hefur ekki haft nein áhrif á þeirra fatnað eða búninga. Endurteknar byltingar, framfarir og endurbætur á samfélaginu hafa engin áhrif haft á hinn ofhlaðna íburð sem einkennir fatnað valdhafa Vatíkansins og þar hafa orðið litlar breytingar síðastliðnar aldir.
Það þýðir að þessir áðurnefndu atburðir eru algerlega fyrir utan þeirra heim. Vatíkanið er ekki þátttakandi í samfélagi manna. Þeir halda áfram að hlaða á sig auðnum í formi gulls og rándýrs textíls, eins og enginn væri morgundagurinn, svo það sé nú algerlega öruggt að páfanum sé ekki ruglað saman við einhvern annan fyrir mistök.