Lúxusferðaskrifstofan TCS World Travel sérhæfir sig í ferðum um heiminn á einkaþotum. Í sumar býður ferðaskrifstofan upp á ferðapakka til Íslands að því fram kemur á vef Forbes. Ferðin kostar tæplega sex milljónir íslenskra króna.
Lúxusferðaskrifstofan TCS World Travel sérhæfir sig í ferðum um heiminn á einkaþotum. Í sumar býður ferðaskrifstofan upp á ferðapakka til Íslands að því fram kemur á vef Forbes. Ferðin kostar tæplega sex milljónir íslenskra króna.
Lúxusferðaskrifstofan TCS World Travel sérhæfir sig í ferðum um heiminn á einkaþotum. Í sumar býður ferðaskrifstofan upp á ferðapakka til Íslands að því fram kemur á vef Forbes. Ferðin kostar tæplega sex milljónir íslenskra króna.
Ferðin til Íslands er frá 9. til 18. ágúst. Í ferðinni verður lögð áhersla á einstaka náttúru Íslands. Ævintýrin bíða á jöklum, fyrir aftan fossa og inn í eldfjöllum. Slakað verður á í náttúrulaugum og á öðrum baðstöðum. Í ferðinni verður meðal annars farið í skoðunarferðir um Suðurland og Tröllaskaga. Að lokum verður slakað á á Reatret-hóteli Bláa lónsins. Alls komast tíu í ferðina og er allt innifalið. Ferðin kostar 49 þúsund dollara á mann miðað við tvo eða tæplega sex milljónir íslenskra króna.
Ferðaskrifstofan býður einnig upp á ferðir innan Bandaríkjanna og til Mexíkó í sama verðflokki í sumar og haust. Þessar ferðir eru þó ekki þær dýrustu sem boðið er upp á þar sem ferðalöngum býðst meðal annars að fara á einkaþotum umhverfis hnöttinn.