Systurnar Ragnheiður Jóna og Berglind Björk Jónsdætur, stundum kenndar við Sjólaskip, hafa með dómum Héraðsdóms Reykjavíkur að fullu verið sýknaðar af öllum ákærum fyrir brot gegn skattalögum og hefur ákæruvaldið ákveðið að una dómunum.
Systurnar Ragnheiður Jóna og Berglind Björk Jónsdætur, stundum kenndar við Sjólaskip, hafa með dómum Héraðsdóms Reykjavíkur að fullu verið sýknaðar af öllum ákærum fyrir brot gegn skattalögum og hefur ákæruvaldið ákveðið að una dómunum.
Systurnar Ragnheiður Jóna og Berglind Björk Jónsdætur, stundum kenndar við Sjólaskip, hafa með dómum Héraðsdóms Reykjavíkur að fullu verið sýknaðar af öllum ákærum fyrir brot gegn skattalögum og hefur ákæruvaldið ákveðið að una dómunum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Garðari Gíslasyni, lögmanni þeirra systra.
Málin voru upphaflega fimm talsins gegn systrunum og tveimur bræðrum þeirra, þeim Haraldi Reyni Jónssyni og Guðmundi Steinari Jónssyni. Í málunum gegn þeim var þeim gert að sök að hafa staðið skil á efnilega röngum framtölum. Lokakrafa ákæruvaldsins nam 6,9 milljónum á Ragnheiði og Berglindi hvora um sig, en þær voru sýknaðar af þeim kröfum eins og fyrr segir.
Í tilkynningu frá lögmanni systranna segir einnig að nú sé 10 ára samanlagðri málsmeðferð í réttarvörslukerfinu lokið. Systurnar fagna þessari endanlegu niðurstöðu en harma langdregna og „óvægna“ málsmeðferð.