Meistarakokkar gefa út grillbók fyrir grillþyrstan landann

Daglegt líf | 15. júní 2021

Meistarakokkar gefa út grillbók fyrir grillþyrstan landann

Þungavigtarmennirnir Viktor Örn Andrésson og Hinrik Örn Lárusson, eigendur Sælkerabúðarinnar og margverðlaunaðir kokkar, voru að senda frá sér bókina GRILL sem hefur að geyma meira en 100 girnilegar uppskriftir og góð ráð um grill- og eldunaraðferðir. Réttir bókarinnar eru fjölbreyttir og hver öðrum gómsætari. Hráefnið er af ýmsum toga, allt frá nauti til grænmetis, villibráðar til skelfisks og sósum til eftirrétta.

Meistarakokkar gefa út grillbók fyrir grillþyrstan landann

Daglegt líf | 15. júní 2021

Viktor Örn Andrésson og Hinrik Örn Lárusson.
Viktor Örn Andrésson og Hinrik Örn Lárusson. Ljósmynd/Sælkerabúðin

Þungavigtarmennirnir Viktor Örn Andrésson og Hinrik Örn Lárusson, eigendur Sælkerabúðarinnar og margverðlaunaðir kokkar, voru að senda frá sér bókina GRILL sem hefur að geyma meira en 100 girnilegar uppskriftir og góð ráð um grill- og eldunaraðferðir. Réttir bókarinnar eru fjölbreyttir og hver öðrum gómsætari. Hráefnið er af ýmsum toga, allt frá nauti til grænmetis, villibráðar til skelfisks og sósum til eftirrétta.

Þungavigtarmennirnir Viktor Örn Andrésson og Hinrik Örn Lárusson, eigendur Sælkerabúðarinnar og margverðlaunaðir kokkar, voru að senda frá sér bókina GRILL sem hefur að geyma meira en 100 girnilegar uppskriftir og góð ráð um grill- og eldunaraðferðir. Réttir bókarinnar eru fjölbreyttir og hver öðrum gómsætari. Hráefnið er af ýmsum toga, allt frá nauti til grænmetis, villibráðar til skelfisks og sósum til eftirrétta.

„Skömmu fyrir jólin 2019 fengum við þá hugmynd að opna Sælkerabúðina. Það var ekki verkefnaskortur sem hrjáði okkur félagana heldur fundum við fyrir mjög auknum áhuga Íslendinga á matreiðslu, góðum hráefnum og að feta nýjar slóðir í eldamennsku. Þegar við opnuðum dyr okkar á Bitruhálsi í fyrsta sinn létu viðbrögðin ekki á sér standa. Þau fóru, og fara enn, fram úr okkar björtustu vonum. Dag hvern fáum við til okkar urmul af fólki sem er áhugasamt um matreiðslu. Sumir eru þaulvanir í eldhúsinu og aðrir að feta sín fyrstu skref á sælkerabrautinni. Viðskiptavinir okkar koma úr ólíkum áttum en þeir eiga langsamlega flestir það sameiginlegt að vilja fræðast um hvernig við í Sælkerabúðinni myndum kjósa að elda hráefnið sem hefur orðið fyrir valinu. Við hversu háan hita á að elda, hvernig er best að krydda, hversu langur er eldunartíminn og hve lengi á kjötið að hvíla? Sumarið eftir opnun leið og á nánast sama augnabliki horfðum við hvor á annan og sögðum: „Auðvitað ættum við að skrifa grillbók!“ Í september sama ár höfðum við undirritað útgáfusamning þess efnis og hófumst handa. Það er eitthvað dásamlegt við grillmenningu Íslendinga. Þessi eilífa bjartsýni, hvort sem er í fimbulkulda eða heilum tuttugu gráðum, ef sú gula sýnir sig – þá skal grillað. Við finnum rækilega fyrir því í Sælkerabúðinni enda er sjaldan jafnmikið að gera hjá okkur og þegar sólin skín og grillandinn kemur yfir þjóðina.“

GRILL er yfirgripsmikil og falleg matreiðslubók sem blæs grillurum eldmóð í brjóst og tryggir að allir geti framreitt hina fullkomnu steik. Bókina prýða fallegar ljósmyndir Heiðdísar Guðbjargar Gunnarsdóttur.

mbl.is