Töluverð frávik í mati Hafró – þorskstofninn minni

Samdráttur í sjávarútvegi | 15. júní 2021

Töluverð frávik í mati Hafró – þorskstofninn minni

Stærð þorskstofnsins hefur verið ofmetinn og veiðihlutfall því vanmetið á undanförnum árum auk þess sem nýliðun hefur verið ofmetin á síðustu árum, að því er fram kom í kynningu Guðmundar Þórðarsonar, sviðsstjóra botnsjávarsviðs, á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 í morgun.

Töluverð frávik í mati Hafró – þorskstofninn minni

Samdráttur í sjávarútvegi | 15. júní 2021

Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarsviðs, lýsti frávikum í stofnmati Hafrannsóknastofnunar undanfarin …
Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarsviðs, lýsti frávikum í stofnmati Hafrannsóknastofnunar undanfarin ár. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Stærð þorskstofnsins hefur verið ofmetinn og veiðihlutfall því vanmetið á undanförnum árum auk þess sem nýliðun hefur verið ofmetin á síðustu árum, að því er fram kom í kynningu Guðmundar Þórðarsonar, sviðsstjóra botnsjávarsviðs, á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 í morgun.

Stærð þorskstofnsins hefur verið ofmetinn og veiðihlutfall því vanmetið á undanförnum árum auk þess sem nýliðun hefur verið ofmetin á síðustu árum, að því er fram kom í kynningu Guðmundar Þórðarsonar, sviðsstjóra botnsjávarsviðs, á ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir fiskveiðiárið 2021/2022 í morgun.

Þar var vakin athygli á að við „endurskoðun á stofnmati í kjölfar endurmats á aflareglu var uppsetningu stofnmats breytt“. Þá kom í ljós að viðmiðunarstofninn sem talinn var í fyrra vera 1.208 þúsund tonn hafi raunar verið 19% minni eða 982 þúsund tonn. Stofninn er nú talinn vera 941 þúsund tonn og samdráttur því 4,8% milli ára eða 22% miðað við stofnmatið fyrir leiðréttingu.

Leggur Hafrannsóknastofnun því til að ekki verði veitt meira en 222.373 tonn af þorski á fiskveiðiárinu 2021/2022. Það er 13% lækkun frá ráðgjöf stofnunarinnar í fyrra fyrir yfirstandandi fiskveiðiár, en þá nam hún 256.593 tonnum.

Viðmiðunarstofn í þorski er metinn á 941 þúsund tonn en var metinn 1.208 þúsund árið 2020 og minnkar hann því um 22% milli ára. Hann lækkar hins vegar um 4,8% ef tekið er tillit til leiðréttinga.

mbl.is