Stefnir í 12 milljarða tekjutap

Samdráttur í sjávarútvegi | 16. júní 2021

Stefnir í 12 milljarða tekjutap

Flest bendir til þess að ráðlagður heildarafli í þorski verði á næstu árum í lægri kantinum. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir þorsk vegna fiskveiðiársins 2021/2022 lækkaði um 13% frá síðustu ráðgjöf en hefði lækkað um 27% ef ekki væri fyrir jöfnunarákvæði í aflareglu.

Stefnir í 12 milljarða tekjutap

Samdráttur í sjávarútvegi | 16. júní 2021

Kör hífð um borð í Steinunni SF frá Hornafirði.
Kör hífð um borð í Steinunni SF frá Hornafirði. mbl.is/Hari

Flest bendir til þess að ráðlagður heildarafli í þorski verði á næstu árum í lægri kantinum. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir þorsk vegna fiskveiðiársins 2021/2022 lækkaði um 13% frá síðustu ráðgjöf en hefði lækkað um 27% ef ekki væri fyrir jöfnunarákvæði í aflareglu.

Flest bendir til þess að ráðlagður heildarafli í þorski verði á næstu árum í lægri kantinum. Ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar fyrir þorsk vegna fiskveiðiársins 2021/2022 lækkaði um 13% frá síðustu ráðgjöf en hefði lækkað um 27% ef ekki væri fyrir jöfnunarákvæði í aflareglu.

Ákveði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að fylgja ráðgjöfinni má að öllu öðru óbreyttu reikna með að tap í útflutningsverðmætum vegna þessa kunni að nema um 17 milljörðum króna miðað við markaðsverð síðasta árs.

Þá er einnig lagt til mun minni veiði í karfa og getur það leitt af sér tekjutap sem nemur þremur milljörðum króna. Lagt er til að gefnar verði út auknar heimildir í síld, grálúðu og ýsu sem vega á móti tekjutapinu og gæti nettótap þjóðarbúsins verið um 12 milljarðar króna.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Ólafur H. Marteinsson, formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, útgerðir þurfa að undirbúa viðeigandi aðgerðir til að mæta tekjuskerðingunum.

mbl.is